fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Fókus
Miðvikudaginn 16. september 2020 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hugsanlegt að þumalfingur fólks geti sagt til um persónuleika þess og jafnvel hvernig það hegðar sér í ástarlífinu? Það telja sumir en öðrum finnst þetta væntanlega vera helber vitleysa sem ekki er byggð á neinum vísindalegum rökum.

Fjallað var um þetta á vefsíðunni higherperspectives.com en þar á bæ virðast menn sannfærðir um að þumalfingur geti sagt mikið til um persónuleika fólks. Við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum það en vonum að einhverjum finnist þetta áhugavert.

A. Ef efri hluti þumalsins er lengri en neðri hlutinn. Þú ert trúverðugur og traustur persónuleiki. Þú ert athugull og hefur tilhneigingu til að leggja hlutlaust mat á hlutina. Þú tekur þér þann tíma sem þú þarft og líkar vel þegar hlutirnir ganga hægt fyrir sig. Ef þú ert ástfanginn gerir þú líklegast ekkert í því fyrr en eftir langan tíma. Þú átt auðvelt með að missa af stórum tækifærum.

B. Báðir hlutar þumalfingursins eru jafn langir. Þú ert raunsær. Þér finnst gott að hafa yfirsýn og þú skipuleggur allt á eigin forsendum. Þú ert alltaf rólegur og getur haldið ró þinni, sama hvað á gengur. Þú vilt ekki deila of miklum upplýsingum um sjálfan þig með öðrum og þess vegna finnst öðrum þú oft vera svolítið dularfull persóna.

C. Neðri hluti þumalsins er lengri en sá efri. Þú átt auðvelt með að verða ástfanginn og þegar það gerist ertu algjörlega á valdi ástarinnar. Þú hefur tilhneigingu til að lifa þig svo mikið inn í hlutina að þú gleymir öðrum skyldum og ábyrgð sem á þér hvílir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“