fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fókus

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. september 2020 19:38

Sigurbjörn Þorkelsson. Mynd: Neskirkja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er engin fullnaðarlækning og hún mun aldrei verða, því miður, en þetta er samt algjört kraftaverk, að þessi nýju lyf skuli virka því þau virka ekki á alla. Lyfin hafa gert sitt gagn síðan í janúar því gildin eru enn að falla. Þetta er mikið spennufall,“ segir Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur, í samtali við DV, en hann hefur unnið áfangasigur í langri og erfiðri baráttu sinni við krabbamein. Ný líftæknilyf hafa skilað Sigurbirni góðum árangri.

Sigurbjörn greindist með krabbamein árið 2013. Sem von er voru þær fréttir honum mikið áfall en skipst hafa á skin og skúrir síðan í glímunni við krabbann og meðferðir skilað misjöfnum árangri. Í dag færði Sigurbjörn vinum sínum hins vegar gleðitíðindi í lokaðri Facebook-færslu, sem hér birtist með góðfúslegu leyfi hans:

„Eins og líklega mörg ykkar vita hef ég glímt við krabbamein í sex og hálft ár eða svo. Farið í erfiðan uppskurð sem tókst vel en skilaði ekki tilætluðum árangri. Síðan í 35 skipta geislameðferð sem skilaði engum árangri. Hef síðan þá fengið sprautur og verið á lyfjum og hefur það gengið svona upp og niður.

Í janúar á þessu ári voru gildin komin í sögulegt hámark og einhver slatti af æxlum í kvíðarholi sem læknar höfðu áhyggjur af. Hóf ég þá auk fyrri lyfjameðferða að fá ný líftæknilyf sem hafa verið að skila góðum árangri og tóku gildin fljótlega að falla verulega og eru enn að falla því í dag fékk ég þær niðurstöður að þau hefðu ekki verið lægri frá því í ágúst 2017 og æxlin ekki stækkað og jafnvel það stærsta hjaðnað örlítið ef eitthvað er. Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir. Nú mun ég leitast við að gefa af mér í haust og vetur sem mest ég má og þoli ef eftir kröftum mínum verður kallað.

 

Dýrð sé Guði, í Jesú nafni.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!“

Sigurbjörn hefur sinnt margvíslegu kristilegu starfi í gegnum tíðina og hann er tilbúinn að gefa aftur af sér á þeim vettvangi:

„Ég hef oft verið beðinn um að tala í kirkjum, sjá um messur og annað slíkt. Ég er hættur að gefa kost á mér í stjórnir félaga eða skipta mér af rekstri, ég var í stjórn KFUM og KFUK og Gídeónfélagins, en þar sem ég verð beðinn um að koma og ávarpa ætla ég að gefa af mér í það eftir því sem kraftar leyfa. Og maður fær aukinn kraft við svona góðar fréttir.“

Sigurbjörn telur sjúkrasögu sína vera heppilegt efni á slíkum vettvangi: „Mér finnst sterkt að geta notað þetta inn í hugvekjur og annað þess háttar,“ segir hann.

DV sendir Sigurbirni innilegar bataóskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga