fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Sefur hjá þremur konum sem vita ekki hver af annarri – „Ein er 38 ára, önnur á sextugsaldri og sú þriðja er 18 ára“

Fókus
Mánudaginn 14. september 2020 11:08

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðalaus karlmaður leitar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hann er að stunda kynlíf með þremur konum, sem vita ekki hver af annarri, og hann veit ekki hvað hann á að gera. Hann er 46 ára og konurnar eru 38 ára, 18 ára og ein á sextugsaldri.

Maðurinn er verslunarstjóri í lítilli matvöruverslun. Fyrrverandi eiginkona hans fór frá honum í fyrra fyrir annan karlmann. Þetta var hans annað hjónaband og á hann börn sem búa hjá fyrstu eiginkonu hans.

Eftir að eiginkonan fór frá honum fékk hann mikla samúð með viðskiptavinum sínum vegna skilnaðarins, sérstaklega kvenkyns viðskiptavinum sínum.

„Ein þeirra byrjaði að koma með örbylgjumat handa mér. Hún er 38 ára einstæð móðir,“ segir maðurinn. Eitt leiddi af öðru og þau sváfu saman og sofa reglulega enn saman.

„Í byrjun kórónuveirufaraldursins byrjaði kona á sextugsaldri að koma reglulega við í búðinni og sagðist vera áhyggjufull vegna þess að hún er með astma. Ég bauðst til að koma með sendingu heim til hennar tvisvar í viku og hún var mjög þakklát. Eitt skiptið bauð hún mér inn til sín og eitt leiddi af öðru og við stunduðum kynlíf,“ segir maðurinn.

„Hún er ennþá hrædd við að fara út úr húsi þannig ég kem við hjá henni tvisvar í viku með matvörur og við kúrum, ég held að við höfum bæði gott af því.“

„Það er búið að vera mikið að gera í búðinni síðan fólk hætti að fara jafn mikið í stórvöruverslanir. Ég réði inn námsmann til að hjálpa okkur. Hún er átján ára og algjör daðurdós sem viðskiptavinirnir elska. Ég hefði átt að vita betur, en við höfum sofið saman nokkrum sinnum núna. Við vitum það bæði að þetta er ekki alvarlegt, en það er gaman að kynþokkafull ung kona vill mig. Ég veit að ef konurnar komast að því að ég sé að sofa hjá þeim öllum verður vesen,“ segir hann og biður Deidre um ráð.

Mynd/Getty

Deidre segir að konurnar gætu orðið sárar ef þær komast að sannleikanum.

„Eru þær jafn klárar á því og þú að þið séuð að sofa saman án skuldbindinga? Þú ert líka að taka vissa áhættu með heilsu allra að sofa svona hjá. Þú skalt klárlega hætta að sofa hjá námsmanninum og eldri konunni. Þú átt eftir að finna kraftinn og taka rétta ákvörðun. Vertu vingjarnlegur en skýr,“ segir hún.

„Þú ættir að tala við einstæðu móðurina um sambandið ykkar og hvað þið viljið gera. Það hljómar eins og þið hafið bæði verið særð en séuð tilbúin í samband ef þið eruð tilbúin að treysta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla