fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. september 2020 17:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að einhver væri að hringja í fólk og þykjast vera hann.

Bubbi deilir símanúmerinu hjá einstaklingnum sem þykist vera hann og spyr hvort einhver þekki það „Veit einhver hver er með þetta númer? Sá sem er með það þykist vera ég, án gríns,“ segir Bubbi í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

„Ef menn eru að hringja og segjast vera ég og herma eftir mér og bulla eitthvað þá eru þeir komnir inn fyrir eitthvert svæði sem þeir eiga ekki að vera á, það er bara þannig,“ segir Bubbi um málið í samtali við DV. „Ég kæri þetta sennilega bara, ég er ekki að samþykkja þetta.“

Bubbi er orðinn langþreyttur á þessu en hann hefur einnig lent í því að fólk þykist vera hann á samfélagsmiðlinum Instagram. Það hefur verið í gangi í mörg ár. „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð. Það er búið að vera mjög lengi og er ennþá í gangi,“ segir Bubbi en hann er þó kominn með auðkenningu á samfélagsmiðlinum sem sýnir hvaða aðgangur er hinn eini sanni Bubbi. „Ég er búinn að vera heppinn að fólk sem ég þekki sér í gegnum þetta.“

Auðkenningin kemur þó ekki í veg fyrir að aðrir þykist vera Bubbi. „Engu að síður þá er þetta búið að standa yfir mjög lengi,“ segir hann. „Ég held að þetta hafi bara fyllt mælinn. Ég mun hafa samband við lögfræðinginn minn og svo bara kæri ég þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin