fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Örvhentir eru gáfaðri en rétthentir

Fókus
Föstudaginn 11. september 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um örvhenta ganga margar sögur, þeir eru sagðir deyja fyrr en rétthentir, líklegri til að brjóta af sér og því hefur verið haldið fram að þeir drekki meira. Fyrir þessum fullyrðingum er oft lítill vísindalegur rökstuðningur en ein mýta um örvhenta hefur lifað lengi og það er sú að örvhentir séu gáfaðri en rétthentir. Rannsókn á örvhentum leitt í ljós að þeir séu í raun klárari en þeir sem nota hægri höndina í verkefnum daglegs lífs.

Talið er að á milli 10-13,5% fólks sé ekki rétthent. Sumir eru jafnvígir á báðar en flestir þeirra sem ekki eru rétthentir eru eins og gefur auga leið örvhentir.

Hvora höndina fólk notar er birtingarmynd heilastarfsemi og tengist þar af leiðandi vitsmunum. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á tengslum milli handanotkunar og færni í stærðfræði, sem birt er í vísindaritinu Frontiers in Psychology og unnin var af vísindamönnum við háskólann í Liverpool, Mílan og Maastricht, er hægra heilahvel örvhentra þroskaðara en rétthentra en þar á rýmisgreindin heima.

Í örvhentum er það svæði heilans sem kallast corpus callosums einnig stærra en þar er tengingin milli heilahvelanna tveggja staðsett. Því vinna örvhentir upplýsingar hraðar en rétthentir.

Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti er örvhentur

Vefsíðan IFL Science tók saman niðurstöður úr rannsóknum um tengsl milli stærðfræðihæfni og þess að vera örvhentur sem 2300 nemendur á ýmsum aldri tóku þátt í. Þar voru miserfið stærðfræðidæmi lögð fyrir tilraunadýrin og passað var vandlega upp á þau væru sambærileg svo hægt væri að bera niðurstöðurnar saman. Auk þess voru tilraunadýrin látin svara nokkrum spurningum um það hvernig þau beittu höndum sínum.

Niðurstöðurnar voru afgerandi: Það er mun verra að vera rétthentur.

Þeir sem örvhentir eru gekk betur en meðaltalinu í að leysa flókin vandamál en örvhentir og rétthentir standa jafnfætis þegar um einfaldari dæmi er að ræða. Þeir sem flokkast sem afar rétthentir, þeim gekk verr en meðaltalinu í öllum dæmum.

Því má segja það fullum fetum, örvhentir eru gáfaðri en rétthentir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“