fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

María Rut taldi sig hafa sýnt ótrúlega hetjudáð – Þar til myndbandið kom í ljós

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 10:13

F.v.: María Rut og Ingileif. Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir halda úti hlaðvarpsþættinum Raunveruleikinn. Í þættinum ræða þær um hina ýmsu fleti mannlegarar tilveru. Í nýlegum þætti ræða þær um upplifanir og hversu ólíkar upplifanir okkar geta verið af sömu atburðum.

Þær nefna dæmi og rifja upp þegar María Rut taldi sig hafa sýnt ótrúlega hetjudáð en svo var raunin önnur þegar myndband af atvikinu kom í ljós. Það var mikið hlegið og er enn hlegið af þessu í dag. María Rut og Ingileif deildu myndbandinu með fylgjendum sínum á Instagram og viðbrögðin leyndu sér ekki. Við heyrðum í Maríu Rut um umrætt atvik og fengum að birta myndbandið sem má horfa á neðar í greininni.

„Þetta voru áramótin 2018-2019. Ég stóð við húsið hjá tengdaforeldrum mínum. Ég er nú bara þannig innréttuð að ég held mig í ákveðinni fjarlægð á áramótunum,“ segir hún og viðurkennir að flugeldar séu langt frá því að vera í uppáhaldi hjá henni.

„Svilkona mín kom til að knúsa mig einmitt þegar kaka fór á hliðina og beindist beint að okkur. Þetta gerðist svo hratt. Minnið nær kannski ekki alveg utan um svona atburði, en næsta sem ég man er að þá ligg ég með þessari svilkonu minni á forstofugólfinu og hún hafði fengið smá högg við gagnaugað. Eina sem hún sagði var: „Vá hvað þú varst fljót að bregðast við, takk fyrir að bjarga mér.“ Ég sagði henni að það væri nú ekkert mál og gott að þetta hafi ekki farið verr,“ segir María Rut og bætir við að fjölskyldan hafi hætt að sprengja flugelda eftir þetta.

„Við fórum að skála og það var sérstaklega skálað fyrir þessari hetjudáð minni.“

Nýársdagur

Daginn eftir, á nýársdag, fóru þau í hádegismat til tengdafjölskyldu Maríu Rutar. Tengdapabbi hennar er með öryggismyndavélakerfi og ákvað að athuga hvort að atvikið hefði náðst á myndband.

„Ég var spennt að sjá hetjudáð mína í beinni, en svo blasti við mér annar veruleiki. Hann var í raun og veru sá að ég brást ekki við eins og ég hefði viljað gera,“ segir María Rut og hlær.

Á myndbandinu má sjá Maríu Rut grípa utan um son sinn, taka á rás inn og skella næstum því hurðinni á svilkonu sína.

María Rut segir að öll fjölskyldan hafi grátið úr hlátri þegar myndbandið kom í ljós og hlæja enn.

„En sagan kristallar það sem við ræddum um í Raunveruleikanum, að við upplifum hluti svo ólíkt, einnig í samskiptum almennt. Ekki bara í svona aðstæðum. Þannig það er áhugavert að pæla í því. Þetta var svo einlæg tilfinning að ranka við sér á stofugólfinu og vera búin að bjarga manneskju sem manni þykir rosalega vænt um, en raunveruleikinn er samt sá að hún bjargaði mér, því ég held ég hefði fengið þetta beint í augað ef það hefði ekki verið fyrir hana.“

Þú getur hlustað á Raunveruleikann á Spotify, Podbean og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ef þig langar að hlusta á þáttinn um ólíkar upplifanir smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“