fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Kris Jenner afhjúpar ástæðuna fyrir endalokum Keeping Up With The Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir fjórtán ár og tuttugu þáttaraðir mun vinsæli raunveruleikaþátturinn Keeping Up With The Kardashian hætta í framleiðslu. Stjörnur þáttarins tilkynntu það í gær á samfélagsmiðlum og þökkuðu aðdáendum sínum samfylgdina. Síðasta þáttaröðin mun fara í loftið í byrjun árs 2021.

View this post on Instagram

To our amazing fans – It is with heavy hearts that we’ve made the difficult decision as a family to say goodbye to Keeping Up with the Kardashians. After what will be 14 years, 20 seasons, hundreds of episodes and numerous spin-off shows, we are beyond grateful to all of you who’ve watched us for all of these years – through the good times, the bad times, the happiness, the tears, and the many relationships and children. We’ll forever cherish the wonderful memories and countless people we’ve met along the way. Thank you to the thousands of individuals and businesses that have been a part of this experience and, most importantly, a very special thank you to Ryan Seacrest for believing in us, E! for being our partner, and our production team at Bunim/Murray, who’ve spent countless hours documenting our lives. Our last season will air early next year in 2021. Without Keeping Up with The Kardashians, I wouldn’t be where I am today. I am so incredibly grateful to everyone who has watched and supported me and my family these past 14 incredible years. This show made us who we are and I will be forever in debt to everyone who played a role in shaping our careers and changing our lives forever. With Love and Gratitude, Kim

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Höfuðpaur fjölskyldunnar, Kris Jenner, afhjúpar ástæðuna fyrir endalokunum í viðtali við Ryan Seacrest.

„Ég á eftir að fara að gráta aftur,“ sagði Kris við Ryan í útvarpsþættinum On Air With Ryan Seacrest.

Hún segir að fjölskyldan sé enn að melta ákvörðun sína. „Ég vaknaði í morgun og fór á æfingu klukkan fimm með Khloé og Kim og við bara sátum þarna og horfðum á hver aðra og sögðum: „Vá, þvílíkt ferðalag,““ segir Kris.

Kris segir að fjölskyldan sé þakklát fyrir allt sem þátturinn hefur fært þeim. En nú sé hreinlega rétti tíminn til að kveðja.

„Ég held að það sé talan 20, eða hún hljómaði vel þar til 2020, en talan 20, þetta er bara rétti tíminn. Ég held að það sé tímabært fyrir okkur að slaka á og taka því rólega. Finna út hver næstu skref okkar eru,“ segir hún.

Fjölskyldan tók þessa ákvörðun saman en einn meðlimur klansins á þó erfiðara með að sætta sig við hana en aðrir.

„Við þurftum að segja tökuliðinu okkar þetta í gær og við vorum allar grátandi. En ég held að Khloé sé sú sem á erfiðast með þetta. Hún hefur eiginlega ekki hætt að gráta síðan við tilkynntum þetta. Hún er svo yndisleg og tilfinningarík,“ segir Kris.

Tuttugusta þáttaröðin fer í loftið í byrjun árs 2021. Þátturinn fór fyrst í loftið í október 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“