fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 07:00

Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona (til hægri) ásamt eiginkonu sinni, Hörpu Másdóttur (til vinstri) og dótturinni Hólmfríði Bóel. Mynd/Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Gunnarsdóttir vill kalla hlutina sínum réttu nöfnum, hún sé ekki hinsegin heldur lesbía. Hún var 54 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og er þakklát fyrir hvernig samfélagið er nú. Hrafnhildur er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV.

„Ég var svolítið strákaleg þegar ég var unglingur. Stundum var ég að selja dagblöð, Dagblaðið Vísi, og við þurftum öll að bíða í röð til að fá blöðin okkar. Oft kom fyrir að strákarnir héldu að ég væri líka strákur og þá fékk ég pláss framarlega í röðinni. Strákarnir pössuðu upp á aðra stráka og hentu stelpunum aftast. Þarna upplifði ég fyrst að það væru einhver forréttindi fólgin í því að vera strákur. Um tíma lýsti ég því meira að segja yfir að ég vildi frekar vera strákur en stelpa. Seinna áttaði ég mig síðan á því að það þyrfti auðvitað bara að auka réttindi kvenna og breyta veruleika okkar þannig,“ segir Hrafnhildur.

Tveggja ára dóttir Hrafnhildar, sem hún á með eiginkonu sinni og samkynhneigðu vinapari þeirra, byrjar á leikskóla í haust. „Það verður uppgötvun fyrir hana þegar hún sér að ekki allir eiga tvær mömmur og tvo pabba. Það hefur hins vegar orðið svo mikil breyting á samfélaginu í átt að umburðarlyndi að ég hef engar áhyggjur. Auðvitað hugsum við alltaf um hag barnsins. Ég man auðvitað svo langt aftur og hugsa stundum að það hefði verið óhugsandi á áttunda áratugnum að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast saman barn. Ég þarf stundum að taka mig á og muna að samfélagið er orðið svo breytt.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði DV. 

Langir biðlistar og lengri dómar

Fangelsi og refsivist á Íslandi hefur gjörbreyst á örfáum árum. Að láta fanga sitja af sér fulla dómslengd í lokuðu fangelsi á Litla-Hrauni er liðin tíð. Við tóku opin fangelsi, áfangaheimili og ökklabönd. Vandinn nú eru langir biðlistar og lengri dómar sem leggjast þungt á fangelsiskerfið. Ítarleg útttekt á fangelsismálum á Íslandi er í nýjasta DV.

Græða sand af seðlum

Nokkrar íslenskar konur eru að gera það gott á OnlyFans, síðu sem er þekkt fyrir að selja nekt að sögn einnar þeirra. Hún segir að hægt sé að græða ævintýralegar upphæðir á síðunni og þetta sé um leið skemmtilegasta vinna sem hún hefur unnið. Allt um OnlyFans í helgarblaðinu.

Ekki láta plata þig

Með aukinni netsölu á tímum samkomutakmarkana og tveggja metra reglunnar góðu er mikilvægt að vera með netöryggi á hreinu. Auglýsingar á Facebook eru oft og tíðum lokkandi og virðist verðið á köflum vera ævintýralega lágt fyrir veglegar vörur. Í nýjasta DV förum við yfir það sem þarf að varast.

Litríkar veitingar

Í tilefni þess að Hinsegin dagar og Gleðigangan hefðu átt að fara fram um helgina er tilvalið að fagna fjölbreytileikanum heima og bjóða upp á litríkar veitingar, skreyta heimilið og verja tíma með fólkinu sínu. Úrval af skemmtilegum hugmyndum og uppskriftum eru í blaðinu.

Fastir liður eru að sjálfsögðu á sínum stað, svo sem fjölskylduhornið, Una í eldhúsinu, Tímavélin, krossgátan og Á þingpöllunum.

Einfalt er að gerast áskrifandi að DV, prentútgáfu eða vefútgáfu, með því að skrá sig hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Macklemore nær óþekkjanlegur á nýrri mynd

Macklemore nær óþekkjanlegur á nýrri mynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin