fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fókus

Arnar Gauti svarar fyrir umdeilt myndband og ósáttur við Mannlíf – „Illa að mér vegið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gauti er 21 árs og ein stærsta TikTok-stjarna Íslands. Hann hefur sætt harðri gagnrýni eftir að eitt myndbanda hans fór í dreifingu á Twitter, og Mannlíf og Hringbraut fjölluðu um það.

Í samtali við DV segir Arnar Gauti að myndbandið sé leikið og hann sé mjög ósáttur við umfjöllun Mannlífs.

Mannlíf birti grein undir fyrirsögninni: „Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur““

Eins og fyrirsögnin gefur til að kynna er myndbandið tekið upp á skemmtistaðnum B5.

Arnar Gauti er með tæplega 300 þúsund fylgjendur á TikTok og hefur umrætt myndband fengið yfir 500 þúsund áhorf á TikTok. Hann deildi fyrst myndbandinu á samfélagsmiðlinum í lok mars á þessu ári en það byrjaði ekki að vekja svona mikla athygli fyrr en Twitter-notandinn @escencia_clasica deildi því og skrifaði með: „Svona nálgast þú tíkur“. Myndbandið hefur fengið yfir tvær milljónir áhorf á Twitter og, eins og fyrr segir, vakið athygli fjölmiðla hérlendis.

Horfðu á myndbandið hér að neðan, ýttu á View til hægri til að sjá það.

Arnar Gauti viðurkennir að myndbandið sé ekki í takt við tímann og sé úrelt. „Ég hefði ekki átt að gera það og ég lærði af þessu,“ segir hann í samtali við DV og bætir við að myndbandið sé leikið og gert með leyfi stúlknanna í myndbandinu.

Hann er hins vegar mjög ósáttur við umfjöllun Mannlífs. „Það var illa að mér vegið. Fyrirsögnin hjá þeim var villandi og sumt í fréttinni var bara ósatt. Sem sýnir að þeir eru bara að reyna að fá smelli með því að nýta sér mig og mitt nafn,“ segir hann en segist þó ekki vera ósáttur við frétt Hringbrautar um myndbandið. „Þeir gerðu það rétt,“ segir hann.

Hringbraut var með fyrirsögnina: „Myndband þar sem rifið er í hárið á stelpum á b5 með milljónir áhorfa“

Arnar Gauti segist hafa fengið innblástur frá svipuðu myndbandi frá stelpu í Bandaríkjunum sem var að gera þetta við stráka. Hann segist hafa sýnt stelpunum myndbandið og spurt hvort hann mætti gera þetta við þær, og þær gefið leyfi. Arnar Gauti vill einnig taka það fram að hann sjálfur var ekki að toga í hárið á stúlkunum heldur hafi hann verið á myndavélinni. „Kærasti einnar þeirra togaði í hárið, en ég var bara á bak við myndavélina,“ segir hann.

Í lagi á TikTok

Arnar Gauti segir að notendur á TikTok hafi tekið mjög vel í myndbandið. Sagan hafi hins vegar verið önnur þegar myndbandið fór á dreifingu um Twitter.

„Á TikTok eru svona myndbönd í besta lagi, þar eru krakkar sem eru ekki alveg með vit á því hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi og ég er á TikTok þannig ég er kannski líka svolítið á þeim stað, ekki fullkomlega meðvitaður um hvað er í lagi og hvað ekki. Ég var að herma eftir öðru myndbandi sem ég sá af stelpu gera þetta við stráka í Bandaríkjunum og þar var tekið mjög vel í þetta og þess vegna ákvað ég að gera það sama. En þetta er greinilega ekki í lagi og ég er búinn að læra það,“ segir hann.

Arnar Gauti segist vera meðvitaðri í dag um efnið sem hann sendir frá sér. „Ég veit að það eru krakkar að fylgjast með mér og ég reyni að vera fyrirmynd fyrir þá en það kemur fyrir að eitt og eitt myndband er kannski ekki alveg rétt, það gera allir mistök,“ segir hann.

„Ég veit ég skeit með myndbandið en Mannlíf fór ekki rétt að þessu. Hringbraut birti frétt um þetta og birti réttar upplýsingar. Birtið allavega réttar upplýsingar ef þið ætlið að drulla yfir mig,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram