fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Fókus

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 10:00

Barbour-jakkar hafa verið vinsælir í áratugi. Þeir fást til dæmis hjá Kormáki og Skildi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þarf minna að huga að strandklæðnaði fyrir sumarfríið, en engu að síður er tilvalið að leyfa sér að eignast góða flík fyrir íslenska sumarið. Ekki er ólíklegt að fjárfestingin verði betri að þessu sinni þar sem flíkin mun nýtast allt árið um kring.

Útivistartíska Íslendinga hefur lengi vel þótt ákaflega lekker enda hafa margir færustu hönnuðir landsins lagt það fyrir sig að hanna útivistarföt. Það þarf enginn að vera hallærislegur við varðeldinn og jafnvel Skúli fúli getur lúkkað á Instagram ef hann fer eftir þessum lista, og jafnvel allar líkur á brosi þegar lóan er farin að kveða, lækurinn að niða og grillið að snarka. Gott er að hafa í huga, sé verið á leið í ferðalag til lengri tíma, að pakka fatnaði til nota við ólík tilefni og sem sést ekki mikið á. Blettasprey og taupoki fyrir óhreinatau er einnig góð hugmynd.

JAKKINN SEM ALLIR ÞRÁ

Barbour-jakkar hafa verið vinsælir í áratugi og hafa gjarnan verið tengdir við háklassamenningu, breska plebba á veiðum eða snobbaða hestamenn. Það er þó löngu liðin tíð, en jakkarnir fást meðal annars hérlendis hjá Kormáki og Skildi og í Geysi. Jakkarnir fást með ýmsu sniði, svo sem vatteraðir eða vaxjakkar og þykja þeir hin besta fjárfesting, sökum þess hversu endingargóðir þeir eru og hægt er að vaxbera jakkana aftur og aftur.

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Verð frá: 18.900 kr.

 

SÓLARVÖRN

Það er í sjálfu sér stærsta tískuslysið að sólbrenna illa. Það er ekki aðeins hættulegt og vont, því ekki er það fallegt heldur. Sólarvörn er af ýmsum toga en mikilvægt er að nota sérstaka sólarvörn ætlaða fyrir andlit, ef fólk er með viðkvæma húð eða á það til að fá sviða í augun af kremum. Einnig er mikilvægt fyrir útivistarfólk að vörnin sé vatnsþolin. Gott er að velja vörn sem er einnig dagkrem og nota hana daglega yfir sumartímann og taka enga sénsa.

BEAUTYBOX.IS Sensai, verð 12.900 kr

 

REFFILEG REGNKÁPA

Það þýðir lítið að ferðast innanlands nema eiga góða regnkápu. Svo er um að gera að kaupa sér fatnað í lit – það er svo miklu skemmtilegra að vera í gulri regnkápu í mígandi rigningu. Kápan er til í fleiri litum og bæði með karla- og kvennasniði.

CINTAMANI 17.900 kr.

 

UNDIRFÖT SEM HALDA HITA

Íslenska nóttin getur verið ansi köld þó hún sé björt. Þá skiptir máli að vera í góðum undirfötum. Hægt er að kaupa falleg undirföt á konur og karla í Ullarkistunni, Laugavegi. Blúndan kemur svo í veg fyrir að þetta sé einhver hryllingur. Svo má alltaf reyna að treysta á makann, ef hann er ekki víraður við gítar eða hvítvínsbelju fram eftir öllu.

ULLARKISTAN verð frá : 3.990 kr.

 

ÚTILEGU/GÖNGU PILS

Vatnshelt pils með stuttbuxum undir. Efnið teygist og andar. Vasar og hankar fyrir belti. Algjör snilld til að ganga í, eða smella sér í fallegan topp og kíkja í drykk á hótelbarnum eftir góða göngu. Pilsið fæst í tveimur litum.

ELLINGSEN/ ÚTLILÍF 10. 990 kr.

 

 SÓLGUL ULLARPEYSA

Það fer enginn neitt án þess að vera með hnausþykka peysu. Hvort sem er til að ganga í eða hjúfra sig í á kvöldin þegar lofthiti lækkar.

GEYSIR Verð frá: 44.900 kr.

 

SMART STÍGVÉL

Frönsku stígvélin frá Aigle eru ekki bara falleg heldur virkilega þægileg og endingargóð, en þau eru úr náttúrulegu gúmmíi. Hægt er að kaupa sérstakt sprey til að vernda gúmmíið enn frekar, en þegar gúmmíið ofþornar geta stígvélin farið að trosna. Stígvélin fást í hinum ýmsu útgáfum og eru með hæl. Aigle framleiðir einnig „unisex“ stígvél og gullfalleg barnastígvél.

ÁSTUND Verð frá: 17.990 kr.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“