fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hvað veit ég um fokking gróður? – Emmsjé Gauti í klandri

Fókus
Laugardaginn 15. ágúst 2020 16:15

Emmsjé Gauti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi er bakmoli sem birtist í nýjasta helgarblaði DV

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur húmor fyrir flestu en virðist alls ekki vera með græna fingur. Gauti rær nú lífróður heima fyrir á meðan kærastan er erlendis. Gauta var falið að sjá um heimilisplönturnar sem hann virðist vera að aflífa í rólegheitum. Hann leitaði sér aðstoðar í hóp stofublómaáhugamanna á Facebook:

„OKAY talið við mig. Konan fór til útlanda og blómin þjást í takt við það. Ég er búinn að vökva blómin þegar moldin er þurr en samt er þessi stemning á heimilinu. Ef einhver er til í að útskýra fyrir mér eins og ég sé fimm ára hvað ég á að gera væri það vel þegið. Massíf ást á alla!“ Birtir Gauti myndir af deyjandi plöntunum. Meðlimir hópsins virðast flestir halda að um ofvökvun sé að ræða en einn þeirra bendir honum á að úr þessu sé best að hann kaupi bara nýjar plöntur daginn sem konan kemur heim.

Jovana Schally, unnusta Gauta, er líklega mjög áhættusækin fyrst hún treysti Gauta fyrir plöntunum þar sem skýrt kemur fram í einu vinsælasta lagi kappans að hann viti ekkert um gróður, enda sé hann alinn upp á malbiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“