fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fókus

Óttar geðlæknir segir rakningarappið vera „ákveðnar persónunjósnir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 09:49

Óttar Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson geðlæknir er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Óttar hefur í áraraðir aðstoðað fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda. Óttar og Sölvi ræða um margt og mikið í viðtalinu, meðal annars um COVID, sem Óttar segir ekkert nema söguna geta dæmt.

„Eftir 10 ár munum við velta því fyrir okkur hvort þessi viðbrögð þar sem efnahagslífið er meira og minna sett í algjöra bremsu og öllum valkvæðum aðgerðum og forvarnarvinnu frestað á spítölum af því hann er svo upptekinn við að hugsa um Covid hafi verið réttlætanlegt. Við vitum það auðvitað ekki í dag, en við munum á einhverjum punkti þurfa að velta því fyrir okkur hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að við settum allt á hliðina fyrir hann,“ segir hann.

Óttar vill meina að það verði að vera hægt að ræða um hlutina án þess að hlaupa upp til handa og fóta og það þurfi alltaf að veita stjórnvöldum og yfirvöldum aðhald.

„Við erum með þessa skrýtnu sóttvarnarlöggjöf sem bindur hendur einstaklinganna. Hún er mjög takmarkandi og stjórnvöld geta skilgreint hversu mikil hættan er af ákveðinni drepsótt. Það er enginn sem efast um það að þessi bylgja sem gekk hérna í vor að þar veiktist fólk alvarlega, en fólk virðist ekki veikjast jafn alvarlega í þessari bylgju núna, þannig að þetta er öfugt við spænsku veikina, sem kom fyrst mjög væg og síðan kom hún af fullri hörku, þannig að það er spurning hvort við þurfum að setja jafn takmarkandi lög og reglur núna eins og í vor ef að pestin er ekki eins skæð, ég held að það séu einn eða tveir inni á spítala núna. Miðað við það að það voru fullar deildir í vor. En þetta er mjög alvarleg pest og ég held að maður eigi ekkert að gera lítið úr því,“ segir Óttar.

„Stóra bróður samfélag“

Óttar segir að við séum að vissu leyti þegar komin inn í „stóra bróður samfélag“ (e. big brother).

„Þetta er orðið stóra bróður samfélag og rakningarappið, í því felast ákveðnar persónunjósnir,“ segir Óttar

Þegar Sölvi spyr hann um hvort við verðum ekki að treysta því að það sé velviljað fólk við stjórnvölinn bendir Óttar á að sagan segi manni að það sé yfirleitt velviljað fólk sem geri alls konar hluti.

„Í stóra bróður samfélögum er bara velviljað fólk. Í 1984 eftir Orwell var mjög velviljað fólk sem hafði eftirlit með fólki og þetta er alltaf mjög velviljað fólk sem er að fylgjast með og allir einræðisherrar eru á því að þeir séu að gera það besta fyrir þegnana. Það er líka galdurinn við þetta,“ segir hann.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Óttar um ævisögu Megasar, geðsjúkdóma í Íslendingasögunum og margt fleira.

Hér að neðan má sjá samtal Sölva og Óttars í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Í gær

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram