fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

„Ég játaði mig sigraða þegar ég sat með hágrátandi barn, skjálfandi af sársauka og tárin í augunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 19:30

Sigurbjörg Líf og sonur hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Líf Einarsdóttir opnar sig um erfiða brjóstagjöf í von um að opna umræðuna. Eftir að sonur hennar fæddist gerði hún sitt besta til að hafa hann á brjósti, en gekk það illa og fannst henni hún misheppnuð fyrir vikið. Hún segir mikla pressu á nýbökuðum mæðrum að vera með börn sín á brjósti en ekki sé hægt að setja allar mæður undir sama hatt sumar mæður, eins og Sigurbjörg, geta ekki gefið brjóst, en þessu þurfti Sigurbjörg að komast að á erfiðan máta.

Sigurbjörg vakti athygli á málinu á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni áfram, enda mál sem skiptir hana miklu máli og vonast hún að ná til sem flestra.

Sigurbjörg hafði fengið að heyra frá því hún varð ólétt að „brjóstamjólk sé það besta sem þú getur gefið barninu þínu fyrstu vikur lífs þess.“

„Þetta er eitthvað sem nýjar mæður fá að heyra reglulega eftir að þær tilkynna um þungun. Þetta er tuggið ofan í okkur aftur og aftur en það er lítið talað um það að það eru ekki allar sem geta gefið barninu sínu brjóstamjólk,“ segir hún.

Erfitt

Sigurbjörg reyndi eins og hún gat að gefa syni sínum brjóst fyrstu þrjá dagana eftir að hann fæddist, en ekkert gekk.

„Fyrsta sólarhringinn eftir að við komum heim sat ég með hágrátandi barn alveg uppgefin og ekkert að gerast hjá mér. Ákvað Gústaf þá að fara niðrá ljósmæðravaktina og ná í formúlu, sprautu og fékk aðstoð og upplýsingar um hvernig best væri að gefa barninu formúluna.

Daginn eftir kom heimaljósmóðirin mín og átti ekki til orð yfir því hversu illa farnar geirvörturnar á mér voru. Við reyndum allt til þess að fá hann til að taka rétt við brjóstinu meira að segja mexíkóhatta en ekkert gekk.“

Sigurbjörg hélt áfram að reyna á þriðja degi en hún endaði með illa særðar og blæðandi geirvörtur.

„Þegar ég sat þarna með hágrátandi barn, skjálfandi af sárauka og með tárin í augunum endaði ég á að játa mig sigraða,“ segir hún.

Á þessum tímapunkti ákvað hún að leita ráða til ljósmæðra á ljósmæðravaktinni.

„Ég þurfti leiðbeiningar um hvað ég gæti gert til að stoppa lekann og þennan yfirgnæfandi sársauka hjá mér. En ég fékk að heyra það enn og aftur að brjóstamjólk sé það besta sem barnið fær og ég ætti að reyna pumpa mig eða reyna að handmjólka mig. Að heyra þetta eftir að hafa reynt eins og ég gat í þrjá sólarhringa brotnaði ég gjörsamlega niður,“ segir Sigurbjörg.

„Ég var svo vonsvikin út í sjálfa mig og fannst eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri gölluð því ég gæti ekki gefið barninu mínu brjóstamjólk.“

Sigurbjörg hringdi í heimaljósmóður sína þó klukkan væri að nálgast miðnætti.

„Ég fékk ég þá ekkert nema hlý orð og leiðbeiningar um hvað ég gæti gert til að hjálpa mér og honum,“ segir hún.

Gat ekki gefið brjóst

Það kom í ljós að Sigurbjörg gat ekki gefið syni sínum brjóst þar sem geirvörtur hennar eru ekki gerðar fyrir að gefa barni brjóst og sonur hennar náði ekki að taka brjóst rétt.

„Svo hjálpaði það ekki að mjólkin sem ég framleiddi var ekki nógu góð fyrir hann,“ segir hún.

Sigurbjörg vill opna umræðuna um brjóstagjöf „því það gleymist allt of oft að við erum ekki allar eins og að sumar geta gefið brjóstamjólk en aðrar ekki. Það er ekkert til að skammast sín fyrir og við erum heppinn að lifa á þeim tíma þar sem formúlan er orðin það góð að það hefur engin önnur áhrif og barnið þitt verður ekkert öðruvísi þó það fái einungis formúlu.“

Hún óskar þess að engin kona þurfi að finna fyrir sama þrýstingi og sömu hræðslunni um að vera dæmd af öðrum fyrir eitthvað sem mæður hafa enga stjórn á.

„Ég vil opna þessa umræðu því mér fannst ég vera svo ein og ég vona innilega að með þessari langloku minni að ég get hjálpað og sýnt einhverri konu þarna úti sem er að ganga í gegnum þetta að við erum ekki einar! Þetta er miklu algengara en fólk heldur og kemur hreinlega bara engum við hvort kona gefi brjóstamjólk eða formúlu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skuldlausir Skagamenn
Fókus
Í gær

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV
Fókus
Í gær

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“