fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Skammaður fyrir að hrella barnsmóður sína með því að þykjast vera barnungur sonurinn – „Mamma farðu í föt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Löve Mogensson, áhrifavaldur, er óánægður með frétt Fréttablaðsins um það sem hann kallar „grín sem sló ekki í gegn“.

Brynjólfur Löve, þekktari sem Binni Löve, var áður í sambúð með leikkonunni Kristínu Pétursdóttur og eiga þau saman eitt barn. Þau slitu samvistum á vordögum.

Fréttablaðið greindi frá því að Binni hafi notað Instagram-reikning sem hann heldur úti fyrir hönd sonar síns til að skilja eftir athugasemdir við myndir sem Kristín hafði birt á Instagram.  Ein athugasemdin var skrifuð undir mynd af Kristínu á sundfötum og hljómaði svo : „Mamma farðu í föt“.

Myndin er samsett Skjáskot/Instagram

Grín sem sló ekki í gegn

Binni tjáði sig um fréttina á Instagram. Þar gagnrýndi hann Fréttablaðið fyrir fréttaflutninginn og sagði að aðeins hefði verið um grín að ræða.

„Það er að koma hér á eftir smá vidjó sem að mér finnst mikilvægt að þið horfið á. En það kemur í kjölfarið á gríni sem að sló ekki í gegn. Mér fannst það á sínum tíma alveg ótrúlega fyndið en það hitti ekki alveg í mark og snerist upp í eitthvað allt annað en það átti að vera.“

Gengst Binni við því að hafa skrifað athugasemdirnar af Instagram-reikningi barns síns.

„Nú er fréttablaðið búið að snúa þess upp í það að ég sé að nota instagram reikninginn hans storms til að gagnrýna mömmu hans“

Binni segir þessa túlkun á meintu gríni hans fáránlega. Hann hafi enga ástæðu til að gagnrýna barnsmóður sína, enda þyki honum afar vænt um hana. Því til sönnunar minnti hann á að hann sé með nafn hennar húðflúrað á líkama sinn.

„En þetta er fáránlegt og þeir sem að skrifa eitthvað illt um aðra á netinu eru bara fokking vondar manneskjur og sérstaklega þegar fréttamiðla taka einhverja hluti sem þeir vita ekkert hvað er að baki og setja það bara upp á einhvern máta til að matreiða ofan í fólk eins og þeir séu eitthvað slæmir eða illa innrættir.“

DV hafði samband við Krístinu sem vildi lítið tjá sig um málið vegna hagsmuna barns síns, en tók þó fram að athugasemdirnar hefðu komið henni á óvart og henni ekki þótt þær fyndnar.

Ekki fyndið og ekki djók

Frétt Fréttablaðsins vakti athygli aktívistans og baráttukonunnar Elísabet Ýrar Atladóttur sem telur athæfi Binna ekki til eftirbreytni.  Athugasemdirnar hafi greinilega átt að vekja hjá leikkonunni skömm.

„Að hún, sem móðir, sjái komment skrifuð undir nafni sonar síns með slíkri skömmun á myndir sem hún póstar hlýtur að vera ömurlegt.“

Ekki gefur Elísabet mikið fyrir afsökun Binna, að um grín hafi verið að ræða.

„Fullt af fólki á eflaust eftir að taka þessu bara sem sjálfsögðu og fyrirgefa honum þetta „djók“. En ég get ekki komist hjá því að sjá hversu brengluð gaslýsing þetta er. Þetta var ekki fyndið og var aldrei fyndið – sama hversu mikið honum fannst það. Að niðurlægja barnsmóður þína undir nafni 2 ára barns fyrir allra augum er, í öllum tilfellum, ógeðslegt athæfi og algjörlega siðlaust. Það er augljóst.

Uppátækið eigi ekkert skylt við grín og Binni sé ekki fórnarlamb fjölmiðla vegna umfjöllunar Fréttablaðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jói Fel í gjaldþrot
Fókus
Í gær

Dagur fagnar brúðkaupsafmæli: „Gordjöss“

Dagur fagnar brúðkaupsafmæli: „Gordjöss“
Fókus
Í gær

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva Einars og Birta Líf spjalla um OnlyFans – „Af hverju ertu ekki löngu búin að þessu?“

Sunneva Einars og Birta Líf spjalla um OnlyFans – „Af hverju ertu ekki löngu búin að þessu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er eitthvað sem marga vantar“

„Þetta er eitthvað sem marga vantar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Dásamlegt að ferðast í banvænum heimsfaraldri“ segir Halldór – Flugmiðinn kostaði 3400 krónur

„Dásamlegt að ferðast í banvænum heimsfaraldri“ segir Halldór – Flugmiðinn kostaði 3400 krónur