fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Netverjar hafa Samherja að háði og spotti – „Samherji vill að ALLIR viti að þeir séu hálfvitar“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og frægt er orðið þá bar Samherji fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í þætti sem birtist á YouTube-rás þeirra í gær. Útgerðarfyrirtækið umdeilda vill meina að Helgi hafi falsað skýrslu fyrir umfjöllun Kastljóss um Seðlabankamálið svokallaða.

Fjöldi fólks hefur látið skoðun sína á málinu í ljós, þar á meðal á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar virðast fæstir bera mikið traut til þáttar Samherja og gera jafnvel grín að honum. Til að mynda grínast einn Twitter-verji með að ásakanir Samherja séu eins og að ásaka veðurfræðing um að spá lægðum sem koma aldrei.

Þá segist grínistinn Þorsteinn Guðmundsson ekki trúa öðru en að Helgi hafi hreinlega skáldað upp fyrirtækið Samherja. Annar grínisti, Villi Neto segir að Samherji reyni markvisst að sýna fram á eigin vitleysu með því að kaupa auglýsingar á YouTube.

Þá segir afbrotafræðingurinn Margrét Valdimarsdóttir að á landinu séu þrír með doktorsgráðu í afbrotafræði. Hún sérhæfi sig í málefnum tengdum lögreglu, önnur hafi sérhæft sig í áfengisrannsóknum og sá þriðji í „óréttlæti gegn Samherja“, en þar á hún við um Jón Óttar Ólafsson, sem að tók upp samtal sitt við Helga Seljan í þætti Samherja.

Sumir eru þó aðeins alvarlegri. Til að mynda segir Freyr Eyjólfsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi samstarfsmaður Helga, að hann sé einn vandaðasti og heiðarlegasti einstaklingurinn í bransanum.

Þá birti Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, könnun á Twitter, þar sem hann spurði fólk hvort það væri með Helga eða Samherja í liði. Þó að könnunin sé ekki marktæk þá voru skilaboðin skýr. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 331 einstaklingar tekið þátt. 87.4% segjast vera #TeamHelgi, en 12.6% í liðinu #TeamSamherji

Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst um málið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV
Fókus
Í gær

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“