fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fókus

Eldhús Gígju hefur tekið ótrúlegum breytingum í gegnum árin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gígja Grétarsdóttir og fjölskylda keyptu hús með upprunalegu eldhúsi árið 2003. Húsið var byggt á árunum 1958-1962. Fljótlega eftir að þau keyptu húsið var eldhúsið tekið í gegn. Svo liðu sautján ár þar til þau ákváðu að taka eldhúsið aftur í gegn í vor, þegar þau höfðu nægan tíma vegna Covid. Gígja fer yfir framkvæmdirnar í eldhúsinu síðustu áratugi og gefur öðrum ráð í sömu pælingum.

Upprunalegt eldhúsið.
Upprunalegt eldhúsið.

Fyrstu framkvæmdirnar

„Þegar við keyptum húsið lökkuðum við innréttinguna sjálfa, létum fyrirtæki sjá um að sprautulakka hurðirnar, settum flísar á milli skápa og á gólfið, skiptum um borðplötur, tæki, vask og blöndunartæki. Við máluðum líka veggina,“ segir Gígja.

Eldhúsið var svo aftur tekið í gegn vorið 2020 en í millitíðinni bættu þau við tveimur einingum af skúffum undir borðplötur og fjarlægðu ónýtan skáp.

„Síðar tókum við svo skápana þar við hliðina á til að koma fyrir amerískum ísskáp. Fyrra pláss gerði bara ráð fyrir 150 cm háum ísskáp,“ segir Gígja.

Eldhúsið eftir fyrri framkvæmdirnar.
Eldhúsið eftir fyrri framkvæmdirnar.
Eldhúsið eftir fyrri framkvæmdirnar.
Eldhúsið eftir fyrri framkvæmdirnar.

Vorið 2020

„Það var eiginlega hvatvísi sem réði för í vor. Ég var að lakka útihurð og var svo hrifin af litnum sem ég var að nota að ég setti smá prufu á eldhúsinnréttinguna, og svo var bara látið vaða,“ segir Gígja.

„Fyrst ætlaði ég bara að mála skápana, svo fannst mér flísarnar svo ljótar að þær fengu að fjúka. Borðplöturnar voru orðnar lúnar þannig við pússuðum þær. Mig hafði dreymt í smá tíma um að taka efri skápana öðru megin, þannig það var líka vaðið í það, ásamt því að taka skenkinn til að fá meira pláss við eldhúsborðið. Þannig að þetta vatt upp á sig eins og gerist.“

Eldhúsið í dag.
Eldhúsið í dag.

Kostnaður

Gígja segir að helstu kostnaðarliðirnir hafi verið lakk og málning sem hafi ekki verið svo dýrt. „Það var í kringum 25-30 þúsund. Háfurinn var dýrastur, hann kostaði tæplega 50 þúsund krónur ef ég man rétt. Svo voru ljós, ný gluggatjöld, hillur, nýr örbylgjuofn og ýmislegt smálegt,“ segir Gígja og bætir við að hún reiknar með að heildarkostnaðurinn hafi verið í kringum 150 þúsund krónur.

Eldhúsið í dag.
Eldhúsið í dag.

Aðspurð hvort hún hafi einhver ráð til annarra í sömu pælingum segir hún:

„Bara láta vaða! Ég hefði viljað vanda undirvinnuna á skápunum betur, en þegar ég lagði af stað í þetta verkefni var markmiðið bara að lengja líftíma innréttingarinnar um ár. En svo erum við svo ánægð með útkomuna að það líður líklega lengri tími þar til við förum í meiri breytingar,“ segir Gígja.

„Þetta var ótrúlega gaman og lokaniðurstaðan betri en okkur óraði fyrir. Svo fyrir aðra í þessum pælingum, látið vaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagur fagnar brúðkaupsafmæli: „Gordjöss“

Dagur fagnar brúðkaupsafmæli: „Gordjöss“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva Einars og Birta Líf spjalla um OnlyFans – „Af hverju ertu ekki löngu búin að þessu?“

Sunneva Einars og Birta Líf spjalla um OnlyFans – „Af hverju ertu ekki löngu búin að þessu?“