fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fókus

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Fókus
Laugardaginn 1. ágúst 2020 18:00

Brooklyn Nine Nine: Stanslaust fjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka og á meðan regnið grætur úti getum við alltaf haft það huggulegt og hámhorft á góðar seríur. Eftirfarandi eru hugmyndir að tíu þáttaröðúm til að horfa á þar til sólin skín á ný. Þær eru ekki settar fram í neinni sérstakri gæða- eða tímaröð en eiga það sammerkt að vera ýmist fyndnar, spennandi, skemmtilegar, áhugaverðar eða allt í senn.

Killing Eve

Killing Eve: Leigumorðinginn Villanelle slakar á í bleikum kjól á milli morða.

Þættirnir fjalla um eltingaleik öryggisfulltrúa hjá MI5, Eve Polasatri, við siðblinda og sjarmerandi leigumorðingjann Villanelle. Þættirnir eru ekki aðeins bráðskemmtilegir, frumlegir og spennandi heldur standast þeir einnig Bechdel prófið með glans, en það eru fágæt tíðindi. Fyrir þá sem ekki vita mælir prófið framsetningu kvenpersóna og hlýtur þremur reglum. 1. Í myndinni verða að koma fram tvær konur. 2. Þessar konur verða að tala saman 3. Þær verða að tala saman um eitthvað annað en karla. Einfalt, ekki satt? Það eru samt furðu margar kvikmyndir og þáttaraðir sem ná ekki þessum atriðum en engar áhyggjur; Killing Eve með þeim Söndruh Oh, Jodie Comer og Fionu Shaw er stútfull af sterkum, skemmtilegum og marglsungnum kven- og karlpersónum, spennu, drama, kynlífi og morðum. Helling of morðum.
IMDb: 8,3

Narcos

Það er eitthvað óútskýranlegt sem fær mann til að vilja horfa á allar Narcos seríurnar í einni beit. Sögusviðið er Kólumbía þar sem eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar veður uppi á níunda áratug síðustu aldar og heldur heilli þjóð í heljargreipum. Sagan er svo sem þekkt og öll vitum við hvernig hún endar en það er ferðalagið sem markast af eltingarleik Steve Murphy og Javier Peña við miskunnarlausa en samt svo mennska morðingjann Escobar sem heldur manni hugföngnum. Eins og í lífinu eru það litlu hlutirnir; áhugaverð samtöl, fallegur dagur eða kyndug uppákoma sem gera ferðalagið þess virði.
IMDb: 8,8

Brooklyn Nine Nine

Ef þú fílar Andy Samberg en hefur ekki borið gæfu til að horfa á þessa snilldarþætti mælum við með að þú ráðir á því bót hið snarasta. Andy Samberg gerði garðinn frægan í SNL og á, ásamt félögum sínum í þríeykinu The Lonely Island, einhver þau alfyndnustu sketsalög sem um getur og finna má á alnetinu. Brooklyn Nine – Nine eru margverðlaunaðir gamanþættir sem fjalla um líf og störf lögreglumanna í New York. Samberg fer með hlutverk gríngosans Jake Peralta og með fulltingi Terry Crews, Stephanie Beatriz, Melissa Fumero og Joe Lo Truglio skapar hann yndislega súpu af farsakenndum flækjum og skemmtilegheitum.
IMDb:: 8,4

The IT Crowd

Breskir gamanþættir með þeim Chris O’Dowd, Katherine Parkinson og Richard Ayoade í aðalhlutverkum. Þættirnir fjalla um þríeyki í tölvudeild stórfyrirtækis sem er holað saman niðri í kjallara og lendir í ýmsum uppákomum, enda mismunandi vel á veg komin í samskiptatækni. Sjúklega fyndnir og stundum obbolðitið súrir en alveg hreint dásamlega skemmtilegir.
IMDb: 8,5

You

You: Eltihrellirinn Joe og viðfangsefnið Guinevere.

Sálfræðitryllir í gervi rómantískra gamanþátta sem fjallar um bóksalann Joe Goldberg sem er ekki allur þar sem hann er séður. Joe er hrifnæmur með afbrigðum og þegar hann fellur fyrir konu sem kemur í búðina verður hann hugfanginn og gerir allt sem hann getur til að vinna ástir hennar. Þó svo að Joe sé í raun ekkert nema eltihrellir með sveigjanlegt siðferði er hann svo sjarmerandi og sannfærandi að það er erfitt að hrífast ekki með og hreinlega halda með honum.
IMDb: 7,8

Shameless

Shameless: Gallagher fjölskyldan er ávanabindandi.

Tryllt góðir þættir um vanhæfu Gallagher fjölskylduna með heimilisföðurinn Frank í fararbroddi sem leikinn er af William H. Macy. Alkahólistinn, lygarinn, svikarinn og smáglæpaaðurinn Frank er maðurinn sem við elskum að hata og hötum að elska og í hvert sinn sem við höldum að hann geti ekki lagst lægra gerir hann það nú samt, börnunum sínum sex til mikillar hrellingar. Þættirnir eru stútfullir af frábærri persónusköpun og frumlegri málavindu sem gerir það að verkum að maður upplifir aðskilnaðarkvíða í hvert sinn sem seríu lýkur.
IMDb: 8,6

Mindhunter

Mindhunter: Vandaðir gæðaþættir.

Þvottekta gæðaþættir byggðir á sannri sögu þar sem við fáum að fylgjast með því þegar fulltrúar alkríkislögreglunnar FBI stíga  sín fyrstu spor í rannsóknum á atferli raðmorðingja. Í þáttunum sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar fáum við að skyggnast inn í hugarheim frægra illvirkja á borð við Ed Kemper, John Wayne Gacy og Charles Manson. Aðalpersónur þáttanna eru byggðar á John E. Douglas, Robert K. Ressler og Ann Wolbert Burgess sem voru leiðandi á þessu sviði og gáfu frá sér bókina Sexual Homocide: Patterns and Motives ;rannsókn á raðmorðingjum sem markaði þáttaskil en hún kom út árið 1988. Helsti gallinn við þessa þætti er hversu erfitt er að bíða eftir næstu seríu.
IMDb: 8,6

Arrested Development


Arrested Development: Fyrir alla muni – ekki klikka á að horfa á kjúklingadansinn.

Fyrsta þáttaröðin um Bluth fjölskylduna kom út árið 2003 og sló heldur betur í gegn enda alveg gríðarlega fyndnir, frumlegir og skemmtilegir þættir. Við hefjum leik þegar fjölskyldufaðirinn, fasteignamógúllinn George Bluth, er fangelsaður fyrir frjárdrátt og eignir fjölskyldunnar frosnar. Við fylgjumst með því hvernig óþroskuð fjölskyldan reynir að fóta sig í nýju lífi með miklu, miklu minni vasapening.
Eftir þrjár stórbrotnar seríur var ákveðið að blása þættina af þrátt fyrir einróma lof gagnrýnenda. Þættirnir voru endurvaktir árið 2013 þegar fjórða serían kom út og í fyrra kom sú fimmta út svo það er af nógu að taka. Drykkfelld móðir, lélegur töframaður, tengdasonur sem getur aldrei verið nakinn og bananasjoppa. Hvað viljið þið eiginlega meira?
IMDb: 8,7

Breaking Bad

Það eru eflaust ekki margir sem hafa misst af þessum vinsælu gæðaþáttum um efnafræðikennarann Walter White sem fær slæmar fréttir og ákveður í kjölfarið að hefja framleiðslu á metamfetamíni. Hvað gæti eiginlega klikkað? Fyrir þá heppnu sem ekki hafa horft bíða fimm funheitar seríur.
IMDb: 9,5

Would I Lie to You

Sveigbolti listans kemur svo frá Bretlandi i formi leikjaþáttanna  Would I Lie to You. Þar keppast þátttakendur, undir stjórn fyrirliðana David Mitchell og Lee Mack, við að segia safaríkar sögur og keppinautarnir reyna svo að átta sig á því hvort þær séu sannar. Oft á tíðum alveg hryllilega fyndnir þættir og heilar 13 þáttaraðir í boði.
IMDb: 8,1

Ef þú skildir hafa sé allt ofangreint látum við að gamni fylgja spá frá https://www.goldderby.com/ yfir þá þætti sem þykja líklegir í baráttunni um Emmyverðlaunin í haust.

  1. Succession
  2. Ozark
  3. The Crown
  4. Better Call Saul
  5. The Morning Show
  6. The Handmaid’s Tale
  7. Big Little Lies
  8. Pose
  9. Westworld
  10. Stranger Things

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“
Fókus
Í gær

Forstjóri og fjárfestir saman á hóteli

Forstjóri og fjárfestir saman á hóteli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmyndin hafði óvæntar afleiðingar

Nektarmyndin hafði óvæntar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Camilla Rut nakin fyrir framan vinnumennina – „Ég er náttúrlega bara gift kona“

Camilla Rut nakin fyrir framan vinnumennina – „Ég er náttúrlega bara gift kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez og Ben Affleck fara saman í vikulangt frí – 17 árum eftir að þau hættu saman

Jennifer Lopez og Ben Affleck fara saman í vikulangt frí – 17 árum eftir að þau hættu saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum