fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bara eitt sem internetið elskar meira en ketti, og það eru kettir með óborganleg andlit. Þar má nefna hinn íkoníska Grumpy cat, sem lítur út fyrir að vera frústreraðasti köttur veraldar og persneski kötturinn Louis sem laðað hefur að sér fjölda áðdáenda vegna óheppilegs útlits síns.

En nú hefur nýr köttur komið upp úr kafinu úr ógnardýpi veraldarvefsins. Um er að ræða flækingskött nokkurn í Kína sem lítur út fyrir að vera krónískt dapur. Hvort hann sé í alvöru leiður yfir ástandinu sem hefur einkennt allt þetta ár, eða hvort hann sé einfaldlega svona í framan, þá er allsendis ljóst að þessi köttur er svo sannarlega táknmynd sorgarinnar á þessum síðustu og verstu tímum.

Alls ekki glaðasti hundur í heimi…

Mynstrið á feldinum hefur þau áhrif á svipbrigði kattarins að hann lítur út fyrir að hafa misst glænýjan ís beint í jörðina, án þess að hafa fengið svo mikil sem einn bita af honum.

Er hægt að segja nei við þetta andlit?

Kínversk kona að nafni Simpson Xin, náði ljósmyndum af þessari sorgarkisu í síðustu viku og deildi á samfélagsmiðlum. Myndirnar voru geysivinslar og hefur yfir tvær milljón manns skoðað þær. Konan fór stuttu síðar aftur til þess að líta eftir kettinum, sem nú hefur hlotið nafnið Moggie, og er haldið að sé flækingsköttur. Því miður gat hún ekki tekið hann heim með sér þar sem hún á gæludýr nú þegar.

Greinina má lesa í heild sinni á vefmiðlinum Bored Panda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Þú veist hvað þú vilt og ætlar að sækjast eftir því

Stjörnuspá vikunnar – Þú veist hvað þú vilt og ætlar að sækjast eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steve Harvey kemur Ellen DeGeneres til varnar

Steve Harvey kemur Ellen DeGeneres til varnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra