fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 10:47

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 bjó Valgeir Helgi Bergþórsson tímabundið hjá foreldrum sínum vegna þess að hús sem hann hafði keypt var undirlagt myglusveppi og ráðast þurfti í framkvæmdir þar af þeim sökum. Valgeir er afskaplega þakklátur forsjóninni fyrir þessa röð atvika því honum tókst að bjarga lífi föður síns sem fékk hjartaáfall einn morguninn. Ef Valgeir hefði ekki búið hjá foreldrum sínum um þetta leyti hefði honum ekki tekist að bjarga lífi föður síns.

Þetta kemur fram í þættinum Ástarsögur á RÚV Rás 1.

Móðir Valgeirs vakti hann einn sunnudagsmorguninn og sagði að eitthvað amaði að föður hans sem sat í stól fyrir framan sjónvarpið en sýndi ekkert lífsmark. Valgeir náði í örvæntingu að hnoða lífi í föður sinn á meðan móðir hans hringdi á Neyðarlínuna. Faðirinn lifði af og er það að miklu leyti Valgeiri að þakka:

„Það er súrrealísk hugsun að ef ég hefði ekki keypt mér þetta hús þá hefði ég hugsanlega ekki verið heima. Eins elskuleg og mamma er kann hún ekkert í skyndihjálp svo hún hefði ekkert getað gert.“

Einnig kemur fram í þættinum að hann er með samviskubit yfir því að hafa ekki verið til staðar er bróðir hans lést í svefni. Þrátt fyrir það er ólíklegt að honum hefði tekist að bjarga bróður sínum þó að hann hefði verið nálægt honum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“