fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Fókus

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 21:00

: Leikkonan er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli í kjölfar skyndilegs fráfalls bróður hennar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mad Max: Fury Road leikkonan og fyrirsætan Danielle Riley Keough er elsta barnabarn rokkkóngsins Elvis Presley en eins og margir vita tók bróðir hennar, Benjamin Storm Keough, sitt eigið líf fyrr í mánuðinum.

Í vikunni lét Riley flúra nafnið hans, Benjamin Storm, rétt fyrir ofan viðbeinið. Hún birti mynd af því á samfélagsmiðlum ásamt eldri mynd af húðflúri sem Benjamin bar á svipuðum stað með nafninu hennar. Undanfarið hefur hún birt myndir af þeim systkinunum saman á góðum stundum en þau ku hafa verið mjög náin og Riley hefur deilt því með fylgjendum sínum að hún sé að ganga í gegnum gríðarlega sára sorg.

Riley heiðraði minningu Benjamins með því að láta flúra nafn hans á sig.

Foreldrar Riley og Benjamin eru þau Danny Keough og Lisa Marie Presley. Lisa Marie á einnig 11 ára gamla tvíbura, Finley og Harper, með fjórða eiginmanni sínum, Michael Lockwood.

Hún er að vonum niðurbrotin manneskja eftir sonarmissinn. „Hún er harmi slegin, óhuggandi og algjörlega niðurbrotin en reynir að vera sterk fyrir ellefu ára gömlu tvíburana sína og elstu dótturina Riley. Hún dýrkaði þennan dreng. Hann var augasteinninn hennar,“ var haft eftir talsmanni Lisu Marie.

Benjamin var með nafn systur sinnar flúrað á sig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Í gær

5 leiðir til að vera svo ómótstæðileg að hann vill aldrei fara

5 leiðir til að vera svo ómótstæðileg að hann vill aldrei fara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæðnaðurinn sem olli fjaðrafoki – Slógu met í fjölda kvartana

Klæðnaðurinn sem olli fjaðrafoki – Slógu met í fjölda kvartana
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“