fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Fókus

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 31. júlí 2020 06:53

Margrét Erla Maack er svo ótrúlega margt, meðal annars vinsæll plötusnúður, veislustjóri, dansari, danskennari og spurningahöfundur. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack upplifði fæðingardepurð eftir að hún eignaðist dóttur sína og er fyrst nú að verða aftur hún sjálf. Margrét Erla er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV.

Þrátt fyrir gríðarlega fjölbreytt starf er hún ekki í neinum vandræðum með að nefna hvað er skemmtilegast. „Að kenna burlesque og kabarett. Á námskeiðin koma konur sem vilja eiga samtal við sjálfa sig og hvar þær standa í sínum þokka. Oft koma konur eftir barnsburð sem eru í sömu glímu og ég núna. Hver á þennan líkama? Líkaminn er þá orðinn matarbú fyrir nýja manneskju og það sem við sjáum í speglinum er ekki endilega það sem við tengjum við. Mér finnst líka alltaf gaman að fá konur á námskeið sem segja í lokin, eins og þær séu hissa: „Ég var nú bara svolítið flott.“

Margrét Erla segir það skipta sig miklu að veita nýja sýn á kvenlíkamann. „Oft hugsa konur bara: Er ég sæt núna? En núna? Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn. Að á bak við kroppinn sé manneskja með kímnigáfu, væntingar og þrár.“

Hún vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hún leysti Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur af í Kastljósinu en fékk skilaboð sem henni fundust misvísandi. „Fólk sendi mér skilaboð um að það væri svo hressandi að sjá „svona konu“ á skjánum. Fólk fór endalaust í kring um þessi einföldu skilaboð: „Þú ert feit.“ Málið er að ég var ekki einu sinni feit á þessum tíma heldur í stærð 12-14. Ég fékk líka oft að heyra að ég væri svo „flott kona“. Ef einhver segir konu vera „flotta“ þýðir það í mínum huga að hún sé aðeins of feit, aðeins of gömul eða aðeins of gráhærð. Fyrir mig þýðir „flott kona“ að hún passi ekki inn í þennan hefðbundna fegurðarstaðal. Mér þykir reyndar alltaf vænt um þessi skilaboð því þau koma frá fallegum stað. Á sínum tíma fannst mér „feit“ vera neikvætt orð en núna upplifi ég það einfaldlega sem lýsingu á fólki. Að vera feitur þýðir ekki að vera ljótur.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta helgarblaði DV.

Erfiður vetur framundan í veitingahúsarekstri

Yfir 30 veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur lokuðu eftir að Covid-19 faraldurinn kom upp. Sex þeirra hafa lokað dyrum sínum alfarið, þar á meðal rótgrónir veitingastaðir sem hafa verið starfræktir áratugum saman. Við tökum stöðuna á rekstri veitingahúsa í miðborginni á þessum óvissutímum

Innlend framleiðsla á amfetamíni eykst

Dómum fyrir umfangsmikla amfetamínframleiðslu hefur fjölgað mikið á fáum árum. Eru þeir talsvert harðari en dómar fyrir smygl á samskonar magni amfetamíns. Auk þessa eru uppi spurningar um hvar mörkin liggja á milli íblöndunar og framleiðslu. Við fjöllum ítarlega um spíttframleiðslu hér á landi.

Listin að skreyta kökur

Blaðamaður kíkti í heimsókn í bakaríið hjá Jóa Fel og fékk kennslustund í kökuskreytingum. ið, en þar er sjálft bakaríið. Fyrstu fyrirmælin voru bæði einföld og sniðug: „Þvo sér um hendur og spritta“. Þórólfur sóttvarnarlæknir er ábyggilega ánægður með Jóa.

Fastir liðir eru að sjálfsögðu á sínum stað, svo sem Tímavélin, Sakamál, fjölskylduhornið, Eldað með Unu, krossgátan og stjörnuspáin, auk þess sem Jóhannes Ásbjörnsson hjá Gleðipinnum deilir uppáhalds uppskriftinni.

Einfalt er að kaupa áskrift að DV, hvort sem er að prentuðu blaði eða rafrænu: dv.is/skraning

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“