fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Cardi B frumsýnir nýju ljósu lokkana

Fókus
Föstudaginn 31. júlí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og tískudívan Cardi B er alveg laus við íhaldssemi og skiptir viðstöðulaust um greiðslur og stíl. Hún hóf vikuna með hvelli þegar hún klæddist Luis Vuitton frá toppi til táar og hafði meira að segja skreytt hárið með fangamerkinu fræga. Þessi óður til hátískunnar samanstendur af Louis Vuitton pilsi, Louis Vuitton Chapeau 40 Monogram tösku, Louis Vuitton hári og Louis Vuitton bol sem fatahönnuðurinn Baba Jagne breytti úr pilsi.

Afrakstrinum deildi hún með 71.500.000 fylgjendum sínum og skrifaði undir: „Ég er á leiðinni …takk @sirbabajagne fyrir að breyta pilsi í  bol!“

Cardi er mjög í mun að halda hárinu heilbrigðu og hefur unnið að því hörðum höndum að safna því síðu frá árinu 2014 og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með þeim leiðum sem hún notar til þess. En hvernig skyldi hún hafa fengið þetta Louis Vuitton fínerí í hárið? Sá möguleiki hefur verið nefndur til sögunnar að um hárkollu sé að ræða en einhverjir eru nokkuð vissir um að hún sé að stæla Kim Kardashian sem var með svipað uppátæki í maí síðastliðnum. Kim birti myndir af sér með slönguskinnsmynstur í hárinu sem hún hafði fengið með stensli og lituðu hárspreii. Hver sem aðferðin er er útkoman allavega skemmtileg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“
Fastir pennarFókus
Fyrir 5 dögum

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga ráðherrahjónin saman

Svona eiga ráðherrahjónin saman