fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júlí 2020 20:00

Sigurður Páll og Adríana á góðri stundu. Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Páll Sigurðsson fjöllistamaður og flúrari og unnusta hans hafa verið í sóttkví frá því þau komu til Braila í Rúmeníu fyrir viku síðan. Ástandið í Rúmeníu vegna Covid-19 er langt frá því sem þekkist á Íslandi og eru lögin varðandi sóttkví afar ströng. Parið má ekki yfirgefa íbúðina undir neinum kringumstæðum og fær daglega heimsókn frá lögreglunni.

Sigurður Páll er mörgum kunnur sem Siggi Palli í Mótorsmiðjunni en hann hefur verið búsettur erlendis undanfarin ár, en býr nú með unnustu sinni Adriana Mihaela sem er frá Rúmeníu.  „Við erum með hús á Kanarí og íbúð hér í Rúmeníu. Við erum mestan part ársins samt á Kanarí og svo skiptum við restinni jafnt á milli Íslands og Rúmeníu,“ segir hann í samtali við DV.

Sólarhrings ferðalag

Parið lenti í Rúmeníu fyrir viku síðan en ferðalagið þangað gekk svo sannarlega ekki snuðrulaust. Þau höfðu keypt flug til Rúmeníu í gegnum Madríd en fengu svo að vita með litlum fyrirvara að öll flug til Rúmeníu hefðu verið felld niður.

Við þurftum þá að finna leið yfir landamærin. Við vorum lent í Madrid og keyptum því flug til Sofíu og ætluðum að taka rútu að landamærum Rúmeníu, taka ferju yfir landamærin og redda okkur þaðan. En fyrir tilviljun hittum við rúmenska sígauna sem voru á leið norður og þeir buðu okkur far með sér,“ segir Siggi Palli en eftir 10 klukkustunda langa bílferð komust þau loks til Braila, heimabæjar Adríönu.  Ferðalagið frá Madrid tók því tæpan „með töfum, stressi og svita“ eins og Siggi Palli orðar það.

Parið reynir að gera gott úr aðstæðunum og nýta tímann á meðan á sóttkvínni stendur. Ljósmynd/Facebook.

Þegar til Rúmeníu var komið tók svo við 14 daga sóttkví. Reglurnar eru afar strangar.  Lögreglan mætir hér daglega án fyrirvara og tekur stöðuna, skoðar passana okkar, skoðar okkur og spyr ýmissa spurninga. Þeir skrá allt niður og halda gott bókhald um alla. Mér finnst ég fá örlitla sýn inn í það hvernig lífið hér í Rúmeníu var á árum áður. Þetta er pínu eins og í gamalli rússneskri njósnamynd.“

Siggi Palli nefnir sem dæmi að aðhaldið sé svo strangt að fólk má ekki einu sinni fara út með ruslið. „Ef við erum gripin fyrir utan íbúðina eða með gesti, þá eru viðurlögin 300.000 kr sekt, ákæra og sóttkvíin hefst upp á nýtt.“

Það er þeim til happs að foreldrar og systir Adríönu búa nálægt og geta fært parinu mat og helstu nauðsynjar. „Tengdamamma sér okkur fyrir elduðum mat og kökum, og systirin fer í búðina fyrir okkur.

Parið losnar úr prísundinni þann 10.júlí næstkomandi. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þeir setja reglurnar jafnóðum og ástandið sveiflast. Fréttir eru að fjalla um nýja aukningu á sýkingum. 22 dóu í gær.

Siggi Palli segir þau reyna sitt besta við að stytta sér stundir, og viðurkenni að það hjálpi vissulega hafa aðgang að 150 sjónvarpstöðvum.

„Við búum okkur til verkefni, við til dæmis endurskipulögðum fataskápana, endurröðuðum í stofunni og þrifum allt. Núna fer að koma að miklu hangsi. Við bröllum ýmislegt saman og reynum að gera alla hluti með meiri flækjum svo þeir taki lengri tíma. Baðferðir og máltíðir verða til dæmis hátíðlegri og rómantískari en ella!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús Gígju hefur tekið ótrúlegum breytingum í gegnum árin

Eldhús Gígju hefur tekið ótrúlegum breytingum í gegnum árin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjón pælir í „undarlegri“ gátu sem hann fékk senda í brúnu umslagi – „Hver eru skilaboðin?“

Kristjón pælir í „undarlegri“ gátu sem hann fékk senda í brúnu umslagi – „Hver eru skilaboðin?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin – Mörgum var órótt þegar fyrstu tölvuspilasalir Íslands hófu starfsemi

Tímavélin – Mörgum var órótt þegar fyrstu tölvuspilasalir Íslands hófu starfsemi
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“