fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Heillaðist af sögu Guðmundar Felix: Leitinni að gjafa slegið á frest vegna Covid-19

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júlí 2020 06:30

Guðmundur Felix. Ljósmynd:Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson er viðmælandi írsku kvikmyndagerðarkonunnar Charlotte Devlin í podcast þættinum Documentary On One sem kom út á dögunum. Saga Guðmundar Felix er mörgum Íslendingum kunn en hann slasaðist illa og missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tuttugu árum og hefur síðustu ár búið í Lyon í Frakklandi þar sem hann bíður eftir að gangast undir handaígræðslu. Um tímamótaaðgerð er að ræða, ef af verður, þar sem að  Guðmundur Felix mun þá verða fyrsti maðurinn sem fær nýja handleggi alveg upp við axlir.

Charlotte hefur verið búsett í Frakklandi í 15 ár en hún heillaðist af sögu Guðmundar Felix, persónuleika hans, ákveðni og húmor þegar hún kynntist honum fyrst árið 2014 og varð staðráðin í að koma sögu hans á framfæri.

Í samtali við fréttavefinn RTE ræðir hún um podcast þáttinn og rifjar hún upp kvöldið þegar hún hitti Guðmund Felix í fyrsta sinn. Lýsir hún honum sem „sjarmerandi Íslendingi.“

„Ég tók strax eftir því að hann var með gervihönd. Ég vildi ekki stara og flýtti mér að líta undan,“ segir hún og bætir við a hún hafi ekki tekið eftir að báða handleggina vantaði á Guðmund Felix, ekki fyrr en hann kynnti sig fyrir henni og hún sá að hann var með stálkrók í staðinn fyrir hönd. Hugsaði hún með sér : „Hvaaað…það vantar á hann báðar hendur, hvað í fjandanum kom fyrir hann?“

Charlotte segist hafa orðið  heilluð þegar Guðmundur Felix tjáði henni að hann væri staddur í Lyon þar sem hann væri að bíða eftir að fara í tvöfalda handaígræðslu, fyrstur allra í heiminum. Þá var hún djúpsnortin eftir að hafa frásögn Guðmunds Felix af vinnuslysinu sem olli því að hann missti hendurnar, og hvernig líf hans breyttist í kjölfarið.

Charlotte rifjar einnig upp ferðalag hennar og Guðmundar Felix til Íslands árið 2018. Þau dvöldu um tíma í Reykjavík og segir Charlotte augljóst að Guðmundur Felix sé frægur í heimalandi sínu. Þau hafi stöðugt verið stoppuð úti á götu, fólk vildi kasta á hann kveðju og taka myndir af sér með honum.

Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia. Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson/Fréttablaðið.

Búinn að finna ástina

Í dag eru liðin sjö ár frá því Felix flutti til Lyon. Hann hefur verið á biðlista eftir gjafa í rúmlega þrjú ár, en meðalbiðtími er í kringum tvö ár. Þó svo að nokkrir hentugir gjafar hafi verið fundir, þá hefur reynst þrautinni þyngra að fá fjölskyldur þeirra til að skrifa undir samþykki. Þar að auki takmarkast leitin við Lyon og nágrenni, með öðrum orðum má gjafinn ekki vera lengra en í 40 kílómetra fjarlægð frá borginni. Ástæðan er sú að það er bæði flókið og tímamörkum háð að flytja gjafann með sjúkrabíl, og flutningur með þyrlu kallar á gífurlegan kostnað.

Charlotte segir að þrátt fyrir langa og erfiða bið hafi árin í Frakklandi líka verið gjöful og ánægjuleg fyrir Guðmund Felix en hann kynntist til að mynda núverandi konunni sinni, Sylwiu. Charlotte segir erfitt að finna hamingjusamara par en þau tvö.

Leitin að hefur verið setta á ís vegna Covid-19. Vonir standa til að hægt sé að byrja aftur í lok árs. „Þegar af því verður þá mun ég standa þétt við bakið á honum og bíða átekta eftir því að hann fái nýtt líf!“ segir Charlotte.

Hér er hægt að hlusta á podcast þáttinn þar sem rætt er við Guðmund Felix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“