fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 13:43

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svafar Helgason, grafískur miðlari og Pírati, ánetjaðist vímuefnum ungur að aldri eftir erfiða æsku og upplifði að samfélaginu væri sama um hann. Hann skrifar um reynslu sína í einlægum  pistli sem birtist á Vísi í dag, sem hefur vakið mikla athygli,  í tilefni umræðunnar um afglæpavæðingu vímuefna.

Flýja raunveruleikann

„Að einhverju leyti var ég að flýja þann raunveruleika að vera einsamall með ekkert öryggisnet og litla tilfinningu um væntumþykju eða stuðning í minn garð,“ skrifar Svafar. Hann var kerfisbarn og í fóstri hjá hinu opinbera fram að níunda bekk og 17 ára gamall var hann farinn á leigumarkaðinn með lítið aðhald frá fjölskyldu sinni.

„Neysla vímuefna var leið fyrir mig að forðast tilfinningar sem ég hafði sem unglingur enga burði til að vinna í gegnum, en varð með tímanum einnig flóttaleið frá öllum erfiðleikum sem svo hlóð upp skömm og sektarkennd og hömluðu mér í að þróa góðar leiðir til að takast á við erfiðleika í daglegu amstri“ 

Sumir vímugjafar eru nú þegar löglegir

Lögmæti og refsingar tengdar vímuefnum höfðu lítinn fælingarmátt á hann á þessum tíma. Stærstu áhrifin höfðu félagslegar aðstæður hans. Svafar veltir fyrir sér gagni þess að hafa suma vímugjafa, á borð við áfengi, löglega á meðan aðrir eru það ekki.

„Áfengi er löglegt efni sem fólk ánetjast en þegar fólk sem hefur ánetjast því talar um fíkn sína og af hverju alkóhól spilaði svo stóran sess í neyslu þeirra þá verður lagaleg staða hinna efnanna aldrei ástæða þess að vínið var í fyrsta sæti. Einungis hvaða áhrif vín hafði á fólk og hvernig það auðveldaði þeim að lifa með tilfinningar sem það hafði ekki burði til að eiga við eða lifa með, ef annað efni hefði virkað betur þá væri löghlýðnin fokin út um gluggann, sem reyndar oft varð raunin, jafnvel hjá þeim sem þóttu vænst um vínið.“

Það var vonin en ekki vonleysið

Þó svo ekki séu allir sammála um hver flokkast sem fíkill eða alkóhólisti þá eigi þessir hópar oft sameiginlegan reynsluheim. Eitt af því sem er sameiginlegt sé skömmin, óttinn og vanlíðanin. Þeir sem hafi náð að vinna úr sínum vanda hafi þó oftast ekki gert það vegna refsinga sem geta legið við fíkn.

„Þau sem þekkja þennan uppruna og hafa, með sjálfsvinnu og hjálpsemi annara, náð að vinna sig úr honum vill ég biðla að muna vel eftir honum. Að muna að það var ekki refsing sem barði ykkur á betri veg. Að það var vonin en ekki vonleysið sem gerði gæfumuninn. Að það er hjálparhöndin sem öllu skiptir. Að þrátt fyrir að þurfa ekki að lifa í daglegri skömm, ótta og vanlíðan; að muna að þrátt fyrir að geta verið dýrmæt reynsla og leitt til þroska að það er ekki uppsöfnun á þessum kvölum sem verða að lausn við þeim. Það hjálpar engum að ýta þeim lengra í örvæntingu. Fleiri áföll og lægri botnar þýða ekki betri batalíkur heldur einungis meiri skaði og sársauki til að vinna úr.“

Ég vil trúa því að fólki sé annt um hvort annað“

Öll skref sem samfélagið getur tekið til að aðstoða þá sem glíma við fíkn eru af hinu góða. Þar sem neysluskammtar hafi verið afglæpavæddir skapist grundvöllur fyrir notendur vímugjafa til að vera heiðarlegri með notkun sína og minnkar feluleikinn sem geri þeim auðveldara að koma hreint fram við sína nánustu , leita sér aðstoðar og vinna sig í gegnum vandann. Refsistefna í málefnum vímuefnaneytenda leiði til jaðarsetningar sem eykur útskúfun þessara einstaklinga í samfélaginu.

„Ég hef þurft að horfa upp á allt of margt gott og hlýtt og virðingarvert fólk deyja annað hvort úr ofskömmtun sem er vegna flótta við þessar tilfinningar eða hreinni uppgjöf og sjálfsmorði. Ég vil ekki standa í sömu sporum og þegar ég var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um mig. Ég vil trúa því að fólki sé annt um hvort annað og ætli ekki að leyfa fólki með vímuefnavanda að deyja vitandi að herslumunurinn sem til þarf er virðing og kærleikur og heiðarleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“