fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Fókus

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 27. júlí 2020 14:50

Ed Sheeran hélt tónleika á Laugardalsvelli síðastliðið sumar. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vakti allar nætur og drakk og svaf svo í rútunni. Rútunni var svo lagt hjá næsta tónleikastað. Ég hélt áfram að sofa í rútunni yfir daginn, vaknaði svo og fór beint á svið og byrjaði svo aftur að drekka. Fór svo aftur inn í rútu og sá ekki sólina í fjóra mánuði,“ segir Ed Sheeran söngvari um tímann þegar hann var á tónleikaferðalagi um heiminn til að kynna plötuna sína „X“. Hann sagði þetta vera lágpunkt á sínum ferli.

„Þetta er gaman til að byrja með, rokk og ról. Svo fer þetta að verða sorglegt,“ segir söngvarinn.

Ed Sheeran talaði um kvíða og vellíðan hjá Hay House. BBC segir frá.

Ed Sheeran viðurkennir að allt sem hann gerir geri hann 100%. Hann myndi til dæmis ekki sjá tilgang í að fá sér eitt vínglas, hann myndi frekar drekka tvær flöskur. Áfengi var þó ekki hans eina vandamál. „Ég var kallaður tveggja máltíða Teddy vegna þess að ég pantaði tvo skammta af mat og borðaði allt. Svo byrjaði ég að þyngjast og hataði útlit mitt.“

Ed Sheeran þakkar kærustu sinni að hann hafi náð að snúa við blaðinu. „Hún hreyfir sig mikið þannig að ég byrjaði að hlaupa með henni. Hún borðar frekar hollt þannig að ég byrjaði að borða hollt. Hún drekkur ekki oft þannig að ég minnkaði mína drykkju,“ segir Sheeran.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ed Sheeran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga