fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 24. júlí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 24. júní til 30. júní

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Kæri hrútur. Spenntu beltin, því næstu tvær vikur verða stútfullar af alls konar spennandi tækifærum. Þú færð hreinlega valkvíða, sem flokkast þó sem lúxusvandamál, þannig að við óskum þér bara til hamingju.

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Fjölskylduböndin skipta þig miklu máli um þessar mundir. Samband sem var orðið jafnvel smá litað af biturleika fær nýtt líf og önnur tengsl munu styrkjast á ný. Þetta léttir mikið á sálarlífinu og þú finnur fyrir mikilli hugarró.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Ég veit ekki hvernig stendur á heppni þinni í fjármálum en um þessar mundir gjörsamlega rignir yfir þig peningum. „Make it rain!!’’ Það vill svo til að spákonan á tvíburabræður í tvíburamerkinu og minnir hér á að það er fallegt að deila bróðurlega á milli sín.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Elsku sjarmakrabbi! Nú reynir á sköpunarhæfileika þína og útsjónarsemi. Atvinnumálin hafa breyst verulega hjá þér vegna alheimskrísunnar. Krabbinn er þekktur fyrir að vera sjarmerandi og við vitum að þú munt spjara þig vel, ef þú bara treystir á innsæið.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Gömul rómantík er að trufla þig við að ná markmiðum þínum. Það tekur smá á ástarlífið, en við þurfum að vera ábyrg fyrir eigin hamingju og velgengni. Nú væri góður tími til að ræða við sálfræðing til þess að hlúa að sjálfum sér og fá botn í málin.

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Þú finnur fyrir miklu þakklæti þessa vikuna og langar að gefa til baka. Þú gætir til dæmis orðið stuðningsforeldri eða styrkt góðgerðarmálefni. Kannski er bara málið að kaupa áskrift að DV. Það væri allavega ágætis byrjun …

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Á næstu dögum færðu að njóta uppskerunnar af þeirri vinnu sem þú hefur lagt á þig nýlega. Vogin er alltaf svolítið væmin og hjá þér sést oft glitta í tár á hvarmi, vegna þess þakklætis sem umlykur þig, og falleg orka streymir frá þér.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Þig þyrstir í ævintýri og þú ættir að láta það eftir þér. Hugsaðu út fyrir rammann. Flýðu hversdagsleikann. Bókaðu köfun í Þingvallavatni eða farðu í flúðasiglingu niður Hvítá. Síðan hefur heyrst að hægt sé að kaupa brimbretti í Costco.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Loksins kemst þú í verðskuldað frí. Þú nærð að hlaða batterín að fullu til að vera tilbúin fyrir næsta ævintýri. Þér fylgir slík framkvæmdagleði að þú tímir ekki að eyða miklu púðri í að endurnýja orkubirgðirnar.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Þú ert mikið náttúrubarn og finnst mikilvægt að geta samofið starf þitt með því að vinna með náttúruna. Þú ert algjört meistaraverk og færð verðskuldaða athygli fyrir þá ástúð sem þú veitir umhverfinu.

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Stundum helst það í hendur að hreinsa til heima hjá sér og hreinsa til andlega. Þetta er minimalísk vika hjá þér og með því að hreinsa út úr skápum, og losa þig við allan óþarfa, léttir þú um leið á sjálfri/um þér. Nú er rétti tíminn til að gefa til Rauða krossins eða annarra góðgerðarmála.

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Þú eyðir næstu dögum í dagdrauma, en einmitt þannig kemstu hálfa leið í að láta drauma þína rætast. Hugurinn ber okkur alltaf hálfa leið. Mundu samt að hlúa að vinum, börnum og maka, en ekki festast um of í draumunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“

Klara gerði plötu með heimsfrægum söngvara – „Skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“
Fastir pennarFókus
Fyrir 5 dögum

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga ráðherrahjónin saman

Svona eiga ráðherrahjónin saman