fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Vekur athygli á meintum hugverkastuldi – „Mun ávallt draga í efa framtíðarverk Auðs“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. júlí 2020 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður frumsýndi nýtt myndband í maí í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini. Í kjölfarið var hann sakaður um að hafa stolið hugmynd að tæknibrellum frá kvikmyndagerðarmanninum Spike Jonze úr auglýsingu sem hann vann með tónlistarkonunni FKA Twiggs. Nokkur umræða skapaðist um líkindi myndbandanna tveggja í kjölfarið.

Sjá einnig:  Auður sakaður um stuld á Twitter

Hönnuðurinn Agnar Freyr Stefánsson vekur aftur athygli á þessum máli í löngum pistli sem birtist á Vísi í dag. Þar fer hann yfir mörk þess hvenær um stuld á hugverkum sé að ræða og hvenær sé hreinlega um innblástur að ræða.

„Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég sá en því meira sem ég horfði á myndband FKA Twigs því augljósara varð fyrir mér að tónlistarmyndband Auðar hafi stolið hugmyndinni frá Spike Jonze. Fleiri dæmi eru um stuldur eins og veggur sem opnast með því að dýpkast, annað dæmi sést í myndbandi Auðar þar sem hann lengir sófa Gísla Marteins, en sú brella stendur út fyrir mér vegna þess að hún lítur ekki út eins og hinar brellur, í því tilfelli lengist sófinn frekar en teygist eins og tyggigúmmi, fyrir mér hefði mátt sleppa þeirri brellu.“

Í nokkuð ítarlegu máli kemst hann að þeirri niðurstöðu að í myndbandi Auðs hafi verið um stuld að ræða. Hann taki þarna hugverk Spike Jonze og bæti engu við og geri með engu móti að sínu heldur hreinlega steli því.  Myndbandið er þó ekki stolið að öllu leyti og segir Agnar að þar megi líka finna margt flott og frumlegt.

„var farið þá leið að herma eftir tæknibrellum FKA Twigs, ramma eftir ramma, og ekkert gert til að umbreyta hugmyndinni. Í stað þess að nýta þetta sem tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu varð þetta myndband sent til RÚV, sett fram sem glænýtt myndband og látið eins og þetta hafi allt verið gert frá grunni af afar frumlegum og einstökum liði sem mér finnst mjög rangt og algjört stuldur. En auðvitað hefur þetta allt engar afleiðingar fyrir Auði, RÚV, FKA Twigs, mig eða hvað þá þig kæri lesandi. Eina afleiðing þessara stulds er að ég missi allt álit á tónlistarmyndbandinu Ljós og mun ávallt draga í efa framtíðarverk Auðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni