fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Á ferð um landið: Húsavík

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 21:30

Frá Húsavík í Norðurþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi fólks á Húsavík hefur líklega aldrei verið meiri en nú, þökk sé Eurovision-kvikmynd Wills Ferrell. Þessi litli og fallegi hafnarbær á Norðurlandi er sannkölluð perla og nægir að nefna sjóböðin frægu og kjöraðstæður til hvalaskoðunar.

Botnsvatn

Botnsvatn fyrir ofan Húsavík er verulega fallegt útivistarsvæði og tilvalinn staður að heimsækja á góðviðrisdögum. Þegar sólin skín má oftast sjá þar fjölda fólks, fjölskyldur í lautarferðum, börn á hornsílaveiðum og göngumenn á röltinu. Hringurinn í kringum vatnið er auðveld gönguleið, rúmlega 5 kílómetrar og svo er hægt að grilla og veiða síli.

Mynd/northiceland.is

Sjóböð

GeoSea sjóböðin eru ómissandi partur af heimsókn til Húsavíkur. Unaðslegt er að baða sig í heitum sjónum og njóta um leið útsýnisins yfir Skjálfandaflóa. Þá er ekki verra að steinefnaríkur sjórinn þykir einstaklega góður fyrir húðina. Þá er afbragðsveitingahús á staðnum, þar sem meðal annars er boðið upp á súpu dagsins ásamt nýbökuðu brauði, salatbar og hvera- brauð með reyktum silungi, ásamt heitum og köldum drykkjum.

GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur og er opið alla daga frá 12-22. Ráðlagt er að bóka fyrir fram í sjóböðin. Miði í sjóböðin kostar 4.500 krónur og 2.000 fyrir 16 ára og yngri.

Mynd/Geosea

Hvalaskoðun

Fáir staðir á landinu eru hentugri til hvalaskoðunar en Skjálfandaflói við Húsavík og ár hvert streymir fólk að til að fylgjast með þessum tignarlegu skepnum kíkja upp úr hafdjúpinu. Á Skjálfandaflóa má finna fjölda hvala af ýmsum tegundum, en mest þó af hrefnu, hnúfubak og höfrungum.

Boðið er upp á hvalaskoðun frá mars og út nóvember, svo lengi sem veður leyfir, en fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki bjóða upp á ferðir út á flóann: Norðursigling, Húsavík Adventures, Sölkusiglingar og Gentle Giants.

Könnunarsögusafnið

Könnunarsögusafnið var opnað árið 2014, en þar má fræðast um sögu land og geimkönnunar manna. Meðal sýningarmuna er geimfarabúningur frá NASA, steinn frá tunglinu og áhöld víkinga og landkönnuða.

Könnunarsögusafnið er opið frá 11 til 16 alla virka daga í maí – september.

Mynd/northiceland.is

Gott að borða

Mikil gróska hefur verið í veitingahúsaflórunni á Húsavík undanfarin ár. Gamli Baukur er í hjarta bæjarins með útsýni yfir sjóinn og höfnina og á matseðlinum má finna rétti úr ýmsum áttum. Á Garðarsbrautinni er Naustið, staðsett í glaðlegu gulu húsi, og býður upp á ferska sjávarrétti. Í einu sögufrægasta húsi bæjarins, þar sem áður var Kaupfélag Þingeyinga, er nú veitingastaðurinn Salka, sem býður upp á fjölbreyttan og spennandi matseðil.

Mynd/Pjetur

 Hvalaskoðunarsafnið

Hvalaskoðunarsafnið er skemmtilegur áfangastaður, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Þar er hægt að fræðast um allt sem tengist hvölum og lífríki hafsins á lifandi og áhugaverðan hátt. Í 1.600 m2 sýningarrými er að finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar.

Aðgangseyrir á Hvalaskoðunarsafnið er 2 þúsund krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Í sumar er safnið opið alla daga frá 9-21.

Yltjörnin og Svararmýrartjörn

Skammt sunnan við bæinn, austan við þjóðveginn, má finna Yltjörn, en vinsælt er að stunda þar böð og gullfiskaveiðar á góðviðrisdögum. Sjávarmegin við þjóðveginn er síðan Svarðarmýrartjörn, en þar er talsvert af silungum og einnig sérlega ríkulegt fuglalíf. Þá eru ýmsar áhugaverðar gönguleiðir umhverfis tjarnirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar