fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Getur gert allt sem hana langar fimm árum eftir heilablóðfall

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 15:00

Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður bara vel í dag. Ég átti að búa á sambýli ef ég myndi lifa og ekki getað gert neitt. Það var ekki vitað hvort ég myndi lifa þetta af því þetta var svo stórt og mikið. Ég get gert allt í dag sem mig langar til í rauninni,“ segir Tinna Guðrún Barkardóttir sem fékk heilablóðfall fyrir fimm árum síðan.

Það sem breytti lífi Tinnu voru þrjár sprautur sem hún fékk í Bandaríkjunum á árunum 2017 og 2018. Tinna var fyrsti Íslendingurinn sem prufaði að fara í þessar sprautur í Bandaríkjunum. Hún þurfti að borga fyrir þær úr eigin vasa þar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi viðurkennir þetta ekki.

Hausinn aldrei eins vel skrúfaður á

Líf Tinnu breyttist á svipstundu fyrir fimm árum. „Það er ekki eitt einasta atriði í lífi mínu sem er eins og áður. Ég sagði frá upphafi að ég myndi þakka fyrir þetta þegar ég myndi ná bata. Hausinn á mér hefur aldrei verið eins vel skrúfaður á og núna.“

Tinna vill ekki meina að hún hafi lent í harmleik. Þetta var verkefni sem henni var úthlutað og lítur hún ekki á sig sem fórnarlamb. „Það sem hjálpaði mér mest var fjölskyldan mín og vinir. Þegar ég kom inn á spítalann var Eysteinn Orri sjúkrahúsprestur á vakt sem hjálpaði mér mikið. Hann hefur fylgt mér allan tímann og hann bjargaði lífi mínu. Hann hefur líka hjálpað fjölskyldunni minni mikið.“

„Njóta þess sem við höfum“

Tinna hvetur fólk til þess að líta inn á við. „Ég fæ illt í hjartað þegar ég sé að fólk kann ekki að meta það sem það hefur. Mér finnst að fólk eigi að njóta þess sem það hefur og ekki vera að væla yfir einhverju sem þarf ekki að væla yfir.“

Ráð frá Tinnu til þeirra sem eiga um sárt að binda er að hafa alltaf einhvern til að tala við sem hægt er að treysta. „Ég viðurkenni það alveg að ég er ekkert geðveikt til í þetta alla daga. Það koma alveg dagar sem ég nenni þessu alls ekki en flesta daga er þetta bara fínt.“

Tinna er metin 75% öryrki. Hún neitar hins vegar að samþykkja það og vinnur í dag sjálfstætt eins mikið og hún getur. Hún hefur mikinn áhuga á unglingum og fíklum og vann á tímabili eftir heilablóðfallið í fullu starfi hjá SÁÁ. „Það er sorglegt hversu margir svindla á kerfinu til að þurfa ekki að vinna á meðan fólk eins og ég myndu gera hvað sem er til að geta unnið fulla vinnu.“

Tinna lítur björtum augum á framtíðina. „Ég er mjög þakklát og kann að meta það sem ég hef. Mikilvægast finnst mér að geta gert grín af þessu og sjálfri mér.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu sem Tinna setti á facebook í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni