fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Stefán Karl hefði orðið 45 ára í dag: „Ekkert verður aftur samt. Aldrei.“

Auður Ösp
Föstudaginn 10. júlí 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðustu mánuðina hætti framtíðin að vera til í samtölum okkar á milli, hann sagði sjálfur að hann gæti ekki hugsað um það að hann sæi ekki börnin sín vaxa úr grasi, það væri bara of sársaukafullt.“ Þetta ritar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og eftirlifandi eiginkona Stefáns Karls Stefánssonar í einlægum pistli á vef Kvennablaðsins. Óhætt er að segja að skrif Steinunnar Ólínu láti engann ósnortinn. Stefán Karl féll frá þann 21.ágúst 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Hann hefði orðið 45 ára í dag, hefði hann lifað. Andlát hans skildi eftir sig stórt skarð, enda var Stefán Karl ástsæll leikari og dáður, bæði hér heima og erlendis.

Í pistli sem Steinunn Ólína ritar í tilefni dagsins segir hún að ekki líði sá dagur að hún hugsi ekki til Stefáns Karls.

Stefán hafði þann fágæta eiginleika að geta vaknað hvern dag eins og honum hefði verið gefið nýtt tækifæri. Ekki skyldi dvelja andartak við hið liðna þótt illa gengi eða að hann hefði hlaupið eitthvað á sig. Stundum stappaði þessi eiginleiki hans nærri ábyrgðarleysi en ég veit að nákvæmlega þessi hæfileiki til að hugsa alltaf fram á við og berja sig ekki niður fyrir mistök eða fljótfærni var líka hans gæfa.

Steinunn Ólína minnist þess einnig að Stefán Karl hafi verið staðráðinn í því að halda upp á fimmtugsafmælið og bauð endurtekið læknunum sínum í það vonarpartý.

„Í baráttu Stefáns og töpuðu orrustu var ekkert réttlæti, bara vægðarlaus grimmdin sjálf, en mér hefur líka skilist að það mótlæti sem ég tókst á við með honum kenndi mér svo ótal margt og hefur gert mér kleift að takast á við hlutina óttalaust og af margfalt meiri kjarki en áður. Gjafir er að finna í undarlegustu aðstæðum.“

Steinunn Ólína og Stefán Karl giftu sig árið 2002.

Hún líkir því að fylgjast með tveggja ára baráttu Stefáns Karls við það að vera fastur í „hægu bílslysi, þar sem maður ræður ekki neitt við neitt en veit að maður stefnir á vegg og allt verður svart.“ Hún hafi þó lagt sig fram af fremst megni við að vera til staðar og gera gott úr hlutnum.

Ég gat ekki læknað Stefán en ég gerði í örvæntingu það sem ég gat til að gera mig gagnlega. Ég reyndi að hafa fallegt í kringum hann, fylla húsið stundum af góðu fólki sem honum þótti vænt um, gefa honum það að borða sem hann hafði lyst á, horfa með honum á þær bíómyndir sem hann valdi, hlusta á sama jazzlagið 18 sinnum ef því var að skipta, taka fullan þátt í draumum hans um hluti sem voru honum hugleiknir, sem var kannski erfiðast því við vissum bæði að margt af því gætum við aldrei framkvæmt saman og annað myndi hann ekki lifa að sjá verða að veruleika.

Þá minnist Steinunn Ólína á þann lærdóm sem hægt er að draga af baráttu Stefáns og einstöku viðhorfi hans til lífsins

„Ekkert verður aftur samt. Aldrei. En ég get glaðst yfir svo mörgu og lífið er mér í raun fjarska gott. Eitt kenndi Stefán mér, áhyggjur og úrtölur eru algjör tímasóun. Maður visnar bara ef maður þrjóskast ekki áfram með draumana og hugsjónirnar í fanginu.“

Pistill Steinunnar Ólínu birtist í heild sinni á vef Kvennablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“