fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Katrín Tanja um hegðun forstjóra CrossFit – „Ég skammast mín“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 08:10

Katrín Tanja. Mynd: Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir fordæmir hegðun og rasísk ummæli forstjóra CrossFit, Greg Glassman, varðandi Black Lives Matter. Katrín tjáir sig um málið  á Instagram, þar er  hún með 1,8 milljón fylgjendur, og birtir tvö skjáskot máli sínu til stuðnings.

Eitt af því er af færslu Greg á Twitter þar sem hann gerir lítið úr Black Lives Matter hreyfingunni. Hitt skjáskotið er af tölvupósti sem Greg sendi á konu að nafni Alyssa. Hægt er að sjá bæði skjáskotin með því að ýta á örina til hægri á færslu Katrínar Tönju.

View this post on Instagram

.

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on

„Ég skammast mín, og er virkilega vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi undanfarna daga hjá samtökum sem ég hef tileinkað mér, lagt svo mikið á mig fyrir og verið stolt að standa fyrir,“ segir Katrín Tanja.

Hún bætir við að fólk sjái um hvað hún er að tala ef það skoðar næstu tvær myndir.

„Þetta er ekki leiðtogi. Þetta er ekki gott mannlegt eðli,“ segir Katrín Tanja.

„Ég hef ekki haft mikinn tíma til að vinna úr þessu […] eða tala við þá sem eiga í hlut að máli, en til að byrja með ætla ég að hafa þetta svona. Ég veit ekki hvað þetta þýðir fyrir mig eða íþróttina. En ég veit að þetta er ekki rétt og það þarf að segja það.“

Fleiri CrossFit-stjörnur hafa fordæmt hegðun forstjóra CrossFit, eins og Annie Mist, Brooke Wells og fyrirtækið No Bull.

View this post on Instagram

Time to take a stand.

A post shared by Amanda Barnhart (@amandajbarnhart) on

View this post on Instagram

💔🖤

A post shared by Brooke Wells (@brookewellss) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd