fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fókus

„Fyrir mér er egó-ið hið stóra vandamál“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Egóið“ er stóra vandamálið og við þurfum núvitund til að finna sátt og góðvild. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut, þar sem fjallað var um núvitund. Jón Þór, þingmaður Pírata, lýsir í þættinum merkilegri opinberun sem hann varð fyrir þegar hann byrjaði að stunda núvitund í fæðingarorlofi.

Innri friður þingmanns

„Ímyndaðu þér að þessi spenna og áreitið innra með þér sé bara farið. Allt áreiti, allur óróleikinn innra með þér bara slökknar. Og hvað er eftir? Jú, það er bara friður og sæla. Þú upplifir að þú sért nákvæmlega þar sem þú átt að vera. Fullkomin sátt og friður og þú finnur velvild gagnvart öllu,“ segir Jón Þór í þættinum.

„Fyrir mér er egóið mitt stóra vandamál. Það krefst þess að þú sért sífellt vinnandi fyrir sig, að vernda sig alltaf og hvað gerir fólk ekki til að vernda egóið sitt? Fólk getur framið alveg hrikalegar aðgerðir þegar það vill vernda egó-ið sitt. Og svo er fórnarkostnaðurinn,“ segir Jón enn fremur. En hann kynntist núvitund þegar hann var í fæðingarorlofi. Þá gegndi hann rúmlega 30% starfi samhliða tæplega 70% fæðingarorlofi og lagði stund á núvitund og hugleiðslu.

Jón segir að innra með manni sé oft mikill hávaði, eða suð líkt og suðið úr ísskápum. Núvitund slökkvi á þessu hljóði. Hann segir um sýna reynslu af núvitund:

„Náttúrulega bara það, þegar maður er óöruggur og er að finna sig og búa til einhverja mynd af sjálfum sér þá sér maður það að þegar maður býr til mynd sem er jákvæð þá líkar fólki betur við mann. Það að vera með sjálfsmynd sem þú þarft að vernda og viðhalda unir þér engrar hvíldar. Eftir því sem hún er stærri þá þarftu að hlaupa hraðar. Hún gefur þér smávægilegt kick hér og þar öðru hvoru svo er hún bara orðin stærri og þyngri. Þannig að þetta er kannski það sem ég hef helst lært.“

Kennir föngum núvitund

Í þættinum er einnig sýnt úr Íslandsheimsókn Dr. Jon Kabat Zinn, sem er heimsfrægur vísindamaður og upphafsmaður núvitundar í vestrænum vísindum. Hann segir m.a. í þættinum að „hugur á reiki sé vansæll hugur. Við erum hamingjusömust þegar við erum tengd við okkur sjálf“, og til þess þurfum við núvitund (Mindfulness).

Tolli Morthens er einnig í stóru hlutverki í þættinum en hann kennir núvitund á Litla-Hrauni og spilar núvitund stórt hlutverk í hans lífi. Fangar þar, sem og aðrir í þjóðfélaginu, hafi tekist á við lífið með rökhugsun og framheilanum. Menn byggi upp brynju sem þeir hleypi engu í gegn og eigi erfitt að slökkva á sársauka og njóta. Með núvitund sé hægt að beita skilningsvitunum og fara að njóta þess að vera til.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur lífsháski barna

Ótrúlegur lífsháski barna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Í störukeppni við Kára Stef

Í störukeppni við Kára Stef
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heillaðist af sögu Guðmundar Felix: Leitinni að gjafa slegið á frest vegna Covid-19

Heillaðist af sögu Guðmundar Felix: Leitinni að gjafa slegið á frest vegna Covid-19
Fókus
Fyrir 1 viku

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum
Fókus
Fyrir 1 viku

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl