fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Markvörður Hauka – Örugg á Íslandi en óttast um líf sitt í Bandaríkjunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júní 2020 13:46

Chanté Sherese Sandiford. Mynd: Hulda Margrét photography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chanté Sherese Sandiford, markvörður Hauka í knattspyrnu, opnar sig um ástandið og ólguna í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður myrti George Floyd í Minneapolis. Chanté er frá Bandaríkjunum en hefur búið hér á landi í rúmt ár. Í samtali við DV segist hún vera þakklát öllum þeim Íslendingum sem hafa sýnt Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning.

Hún opnar sig um upplifun sína sem svört kona í Bandaríkjunum í einlægri færslu á Instagram sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram með lesendum. Pistillinn er lauslega þýddur á íslensku en má lesa á ensku hér að neðan.

View this post on Instagram

“I CAN’T BREATHE.” 🇺🇸💔 Last year I officially emigrated from America to Iceland. I get asked pretty frequently if I miss America. My answer is always “I miss my family and friends, but I don’t miss America.” Some people think that maybe I’m jaded from having lived there my entire life, but the answer is really that I don’t feel like I belong in my own country. I feel like purely existing as a black woman is a crime. I have been followed around stores to make sure I’m not stealing anything. I’ve been checked before leaving a store without making a purchase as a “random security check.” I have anxiety attacks when cops are driving behind me, hoping that I didn’t catch the eye of the wrong cop at the wrong time, because as we’ve seen that could mean that it’s my last day on earth. Black people in America have been made to feel like we don’t belong. Like WE CAN’T BREATHE. Like we are less than human. Like our existence is a crime. Those sworn to serve and protect see our existence as a threat because of the built-in hatred and racism that has plagued America for hundreds of years. I am so proud of all of my countrymen who are out there protesting this injustice. I wish I could stand with you. Time is up. We have had ENOUGH. We are no longer sitting idly and silently by while you make our skin color out to be a crime. While you SLAUGHTER US in the streets. Black lives do and have always mattered. It’s time that our government and police forces believe and act as if that is true. We need change and we need it NOW. Register to VOTE. Show up to the polls. Let’s use our rights to get the change we so desperately need! We need EVERYONE ✊🏿✊🏾✊🏽✊🏼✊🏻#blacklivesmatter #justiceforgeorgefloyd #justiceforahmaudarbery #justiceforbreonnataylor #icantbreathe #athletes4blm

A post shared by Chanté Sandiford (@chantestrength) on

Óvelkomin í eigin landi

„Ég flutti formlega frá Bandaríkjunum til Íslands í fyrra. Ég er oft spurð hvort ég sakni Bandaríkjanna. Ég svara alltaf því sama: „Ég sakna fjölskyldu minnar og vina en ég sakna ekki Bandaríkjanna,“ segir Chanté.

„Mér finnst eins og ég eigi ekki heima í eigin landi. Mér finnst eins og það sé glæpur að vera svört kona. Mér hefur verið fylgt eftir í búðum til að tryggja að ég sé ekki að stela. Ég hef verið tekin í „handahófskennda öryggisleit“ þegar ég er að ganga út úr verslun. Ég fæ kvíðakast þegar lögreglan keyrir fyrir aftan mig og er í stöðugum ótta við að lenda á rangri löggu á röngum tíma. Eins og við höfum séð þá gæti það þýtt að það yrði minn síðasti dagur á jörðinni.

Svörtu fólki í Bandaríkjunum er látið líða eins og það tilheyri ekki samfélaginu. Eins og VIÐ GETUM EKKI ANDAÐ. Eins og við séum ekki mennsk. Eins og tilvera okkar sé glæpur. Þau sem eiga að vernda okkur sjá okkur sem ógn vegna haturs og rasisma sem hefur herjað á Bandaríkin í mörg hundruð ár. Ég er svo stolt af samlöndum mínum sem eru þarna úti að mótmæla óréttlætinu. Ég vildi óska þess að ég gæti staðið með ykkur.

Tíminn er runninn upp. Við erum komin með NÓG. Við ætlum ekki lengur að sitja aðgerðalaus og þögul á meðan þið gerið húðlit okkar að glæp. Á meðan þið myrðið okkur á götunum. Líf svartra skiptir máli og hefur alltaf gert það. Það er kominn tími til þess að [bandarísk] stjórnvöld og lögregluyfirvöld bregðist í takt við það. Við þurfum breytingu og við þurfum hana núna. Skráðu þig til að kjósa. Mættu á kjörstað. Notum réttindi okkar til knýja fram breytinguna sem við þörfnumst.“

Sorgmædd, reið og vonsvikin

Í samtali við DV segir Chanté að undanfarin vika hafi reynst henni mjög erfið.

„Mér líður eins og í hvert skipti sem það birtast fréttir um svarta manneskju sem var drepin af lögreglunni. Ég er sorgmædd, reið, vonsvikin og með samviskubit,“ segir Chanté.

„Ég er reið yfir því hvað lögreglan myrðir hlutfallslega marga svarta sem eru í haldi hennar. Vonsvikin yfir hvernig landinu mínu er stjórnað og hvernig réttlæti virðist aldrei vera náð þegar svona atburðir eiga sér stað, og nást á filmu. Ég fæ samviskubit vegna þess að mér finnst eins og það sé ekkert sem ég geti gert og að fjölskylda mín er enn í Bandaríkjunum, varnarlaus gagnvart svona lögregluofbeldi. Þetta er mjög erfitt.“

Chanté segir að hún hafi fengið mikinn stuðning frá vinum sínum og fjölskyldu hér á Íslandi. Henni líður vel hér á landi og segist oft gleyma að hún sé „öðruvísi.“

„Mér finnst ég frjáls og örugg þegar ég er á Íslandi. Mér finnst ég velkomin. Ég gleymi þeirri tilfinningu að ég sé „öðruvísi“ en þannig líður mér svo oft þegar ég er í Bandaríkjunum. Mér finnst ég geta farið ein út að hlaupa, mér finnst ég ekki undir vökulum augum þegar ég er í búðinni. Mér finnst ég örugg þegar ég sé lögregluþjóna. Mér finnst eins og ég fái að njóta vafans, sem hljómar kannski ekki merkilega en það skiptir miklu máli þegar þú hefur orðið fyrir fordómum vegna húðlitar þíns. Hugarróin og frelsið sem ég finn fyrir hér á Íslandi er ómetanlegt.“

Chanté þakkar Íslendingum sem hafa sýnt Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning á samfélagsmiðlum.

„Til þeirra sem ég hef séð deila færslum og þeirra sem ég hef ekki séð, og til þeirra sem viðurkenna óréttlætið og standa fyrir jafnrétti, ég þakka ykkur. Svona köllum við fram breytingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjálmar Örn féll fyrir Ólafsvík

Hjálmar Örn féll fyrir Ólafsvík
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 1 viku

Króli er Tóti tannálfur

Króli er Tóti tannálfur
Fókus
Fyrir 1 viku

Nútíma hönnun mætir fornnorrænum menningararfi á HönnunarMars 2020

Nútíma hönnun mætir fornnorrænum menningararfi á HönnunarMars 2020