fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Unnur Regína
Mánudaginn 29. júní 2020 16:00

Ýmislegt skemmtilegt er hægt að kaupa í sjálfsafgreiðslunni, til dæmis íspinna. Myndir/Snæfríður Ingadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hríseyjarbúðin byrjaði á nýju tilraunaverkefni nýlega. Verkefnið er áhugavert en sett var á laggirnar aðstaða fyrir sjálfsafgreiðslu  og lítill skúr fyrir utan búðina útbúinn með öllum helstu nauðsynjavörum. Treysta þar með eigendur búðarinnar alfarið á viðskiptavini sína til þess að greiðu fyrir vörurnar sem þeir taka. Utan opnunartíma búðarinnar er því hægt að nálgast allar nauðsynjavörur í skúrnum. Á miða sem límdur hefur verið utan á skúrinn stendur eftirfarandi:

„Nú geturðu reddað þér utan opnunartíma búðarinnar! Þetta er sjálfsafgreiðsluaðstaða Hríseyjarbúðarinnar. Til að byrja með verður helsta nauðsynjavara í skúrnum. Hægt verður að borga með peningum eða millifærslu. Hér er um að ræða tilraunaverkefni og við viljum brýna fyrir fólki að fara vel með skúrinn og innihaldið, annars verður hann tekinn og sjálfsafgreiðslan hættir“.

Starfsmaður Hríseyjarbúðarinnar sagði í samtali við DV að tilraunin gengi virkilega vel. Fólk gengur vel um, greiðir fyrir vörur sínar og hefur nýtt sér búðina mikið. Í skúrnum er hægt að kaupa ýmsar nauðsynjar. Kókómjólk, klósettpappír, gos, smjör, sælgæti og ís. Einnig er kaffivél inn í skúrnum og getur fólk keypt sér kaffibolla gegn vægu gjaldi. Tilraunin hófst fyrir um þremur vikum og hefur gengið vonum framar. Sjálfsafgreiðslu aðstaðan er mikil lukka bæði fyrir Hríseyinga og ferðamenn sem koma þar við.

[videopress yjCFrcwD]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“