fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 10:37

Smartdívurnar María Fjóla Pétursdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Rut Káradóttir innanhúsarkitekt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin dásamlegi töfratími hönnunar og innblásturs hófst í gær þegar HönnunarMars var hleypt af stað víðs vegar um borgina. Opnunarpartý HönnunarMars fór fram í Ráðhúsinu þar sem helstu stjörnur íslenskrar hönnunar skáluðu fyrir hugviti og hugrekki í skapandi félagsskap. Fagnað er hugviti og dásamlegri hönnun víða um bæ næstu daga en fjöldi gleðskapa var í gær. Hér má sjá dagskrá HönnunarMars.

Í opnunarpartýinu í gær var einnig var verið að kynna úrslit í götugagna samkeppni á vegum Borgarlínunnar. Samkeppnin var á vegum Hönnunarmiðstöðvar og Borgarlínunnar og viðfangsefnið var að hanna framleiðslulínu af götugögnum/húsgögnum fyrir Borgarlínustöðvar. Markmiðið er að skapa Borgarlínu sterka heildarmynd og auðkenni í borgarlandslaginu. Verðlaunatillögurnar verða til sýnis í Bókasafni Kópavogs en þar verða þær hluti af Næsta stopp: Hamraborg sem er fræðandi sýning um Borgarlínuna sem verður opnuð í dag 25. júní og stendur til þriðja ágúst næstkomandi.

Í fyrsta sæti var hönnunarstudíóið Formatyka en það eru þau Iga Szczugiel og Krystian Dziopa sem eru hönnuðir tillögunnar. Tillaga þeirra ber nafnið: Lifa, ferðast, njóta – endurtekið.

Annað sætið hlaut tillagan Taktur en höfundar hennar eru þau Anna Leoniak og Bjarni Kristinsson

Þriðju verðlaun fóru til tillögunnar Línan eftir þau Karl Kvaran, Lilju Kristínu Ólafsdóttur og Sahar Ghaderi

 

Emelía Borgþórsdóttir til hægri og Herborg Harpa Ingvarsdóttir
Dagur B. Eggertsson, Oddný Harðardóttir og Freyja Steingrímsdóttir aðstoðarmaður Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar
Smartdívurnar María Fjóla Pétursdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Rut Káradóttir innanhúsarkitekt.
Pétur Ólafsson aðstoðarmaður borgarstjóra og Hrafnkell Proppé, verkefnisstjóri Borgarlínunnar
Iga Szczugiel og Krystian Dziop vinningshafarnir
Edda Ívarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og fyrrverandi varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs.
Þráinn Hauksson eigandi Landslags arkitekta og Snorri Stefánsson lögmaður ásamt eiginkonu sinni borgarfulltrúanum Líf Magneudóttir.
Halla Helgadóttir og Páll Hjaltason arkitekt
Greipur Gíslason og Baldur Helgi Snorrason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið