fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 09:53

Verkið Torg í Speglun hönnunarmars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnunarhátíðin Hönnunarmars er komin í fullan gang með tilheyrandi lekkerheitum og gleði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði formlega speglaverkið, Torg í speglun, í gær við mikla gleði viðstaddra. Hönnuður verksins eru þau Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir.

Verkið hluti af verkefninu Torg í biðstöðu hjá Reykjavíkurborg. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hönnunarmiðstöð sem styrkir verkefnið.

Speglarnir mynda hlið við Kvosina í miðborginni og er þeim meðal annars ætla að að efla sjálfsmynd fólks. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að verkið — sem er 6 metra langt, 4 metra hátt og 4 metra breitt, endurspegli nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða. Áhorfendur geti þar af leiðandi upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni

„Hugsunin er að skapa samverustað og styrkja þannig félagstengsl fólks í miðborginni. Þetta svæði er gegnumflæði en þarna getur myndast áningarstaður þar sem fólk hittist,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður í Reykjavíkurborg. Hún segir verkið verða staðsett í miðborginni fram í september eða á meðan veður leyfi. Svo séu uppi allskonar hugmyndir um framhaldslíf þess meðal annars að koma því fyrir á grænusvæði.

 

Verkið Torg í Speglun hönnunarmars
Dagur borgarstjóri stillir sér upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið