fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Manuela þakklát fyrir óvænt góðverk ókunnugs manns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 13:00

Manuela Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir var að versla í Iceland í Staðarbergi í gærkvöldi. Hún gleymdi kortinu sínu út í bíl og ákvað þá ókunnugur karlmaður að gera góðverk og borga allar vörurnar fyrir hana. Manuela segir frá þessu á Instagram Story.

„Ég var komin með vel fulla körfu,“ segir Manuela. Hún áttaði sig á að hún hafði gleymt kortinu út í bíl eftir að afgreiðslumaðurinn var byrjaður að skanna vörurnar.

„Ég hafði örugglega gleymt því út í bíl og bað um að fá að geyma vörurnar við kassann og sækja kortið,“ segir Manuela.

Það tók Manuelu góðar tíu mínútur að finna kortið.

„Ég fann loksins kortið og hljóp inn í búð og þá var búið að setja allt í poka fyrir mig rosa fínt. Gæinn á kassanum sagði að það væri búið að borga þetta fyrir mig. Og ég bara: „Ha?“ Þá sagði hann mér að gæinn, sem var greinilega á eftir mér í röðinni, hafði bara borgað þessa tíu þúsund króna matarkörfu og skilaði kveðju: „Grímur biður bara að heilsa.“ Það þarf greinilega rosa lítið til því ég er að springa ég er svo glöð og þakklát og mér finnst þetta svo æðislegt og sætt af honum Grími. Og ég auglýsi bara eftir þér, Grímur ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá vinsamlegast gefðu þig fram.“

Manuela biður Grím um að senda sér reikningsnúmerið sitt og sýnir verðmæti matarkörfunnar sem var samtals 9.416 krónur.

Leitin að Grími stendur enn yfir og segir ein vinkona Manuelu að Grímur er greinilega efni í framtíðareiginmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið