fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

Eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi – Öskrandi fyndið og óþægilegt

Fókus
Miðvikudaginn 24. júní 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur oft verið fleygt fram að töfrar gerist í sjónvarpi, en oft geta þessir töfrar verið eftirminnilegir og umdeildir. Það er því helst í beinni útsendingu sem hlutirnir geta tekið óvænta stefnu. Hér gefur á að líta nokkur af þeim atriðum og viðtölum í sjónvarpi sem eru hvað eftirminnilegust.

„Takk fyrir þessa fjölmiðlagagnrýni“

Það muna líklegast allir hvar þeir voru þegar Díana prinsessa dó, ef þeir hafa náð aldri til. Einnig muna flestir hvar þeir voru þegar Tvíburaturnarnir hrundu og þegar Geir bað Guð um að blessa Ísland. Að sama skapi muna eflaust þó nokkrir hvar þeir voru þegar Gísli Marteinn Baldursson fékk Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, í eitt furðulegasta viðtal Íslandssögunnar í skemmtiþættinum Vikan með Gísla Marteini árið 2014.

Gísli Marteinn þurfti ítrekað að minna Sigmund Davíð á hver stjórnaði viðtalinu og þáverandi forsætisráðherra gerði í því að snúa út úr og biðja um leyfi til að svara spurningum – án þess þó að svara nokkru.

Þá gerði Sigmundur Davíð, Gísla upp skoðanir, bað hann um að róa sig niður þegar hann var í raun pollrólegur og fór með alls kyns fabúleringar um íslenska fjölmiðla.

„Hunskastu út af þarna drengvitleysingur!“

Það er margt hægt að segja um fyrrverandi knattspyrnukappann Guðmund Benediktsson, eða Gumma Ben, en leiðinlegur leikjalýsandi er hann ekki. Raunar hefur hann öðlast heimsfrægð fyrir tilþrif sín. Ein af hans gullnu stundum er þegar hann lýsti leik Manchester City og Queens Park Rangers í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar árið 2012. Joey Barton var sendur í sturtu og gat Gummi ekki falið ánægju sína.

„Hann er vitleysingur! Fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það,“ sagði hann í beinni útsendingu og hélt áfram. „Hann er gjörsamlega trylltur þessi vitleysingur! Það á að henda þessum manni í fangelsi!“

Og áfram hélt Gummi Ben:

„Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum! Hunskastu út af þarna drengvitleysingur! Ég veit ekki hvað er að þessu dýri!“

 

Við erum bara orðin miklu betra fólk

Í upprifjunarþætti um íslenskt grín á RÚV fer leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir á kostum og býr í raun til nýtt grín og uppsker skemmtilega svipi hjá guðforeldrum grínsins Eddu Björgvins og Ladda. Horfið til enda!

Ég er ekki fýlugjarn maður þó útlitið sé eins og það er

Brynjar Níelsson þingmaður og fréttamaðurinn sem reynir að taka við hann viðtal fá sérlega gott hláturskast í kjölfar þess þegar Brynjar var ekki skipaður innanríkisráðherra. Hláturskastið gengur svo langt að Brynjar fer að skæla af hlátri og eftir nokkrar tilraunir virðast þeir hætta við að taka viðtalið.

 

Geggjað hlátuskast Brynhildar

Logi reynir að bera fram nafnið „Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhammedow“ og allt verður vitlaust. Samstarfskona hans Brynhildur Ólafsdóttir ætlaði að koma Loga í klípu með nafnaframburðinum en sat svo sjálf eftir í hláturskasti. Brynhildur og Logi unnu saman um langt skeið og reyndu ósjaldan að klekkja hvort á öðru.

„Gætir þú breytt svona fallegri konu eins og mér í ógæfukonu?“

Það vakti mikla athygli þegar Smartlandsdrottningin Marta María Jónasdóttir fékk gervahönnuðinn Kristínu Júllu Kristjánsdóttur til að breyta sér í ógæfukonu árið 2014.

„Gætir þú breytt svona fallegri konu eins og mér í ógæfukonu?“ spurði Marta María áður en umbreytingin átti sér staðar.

Internetið fór á hliðina eftir að myndbandsinnslagið með Mörtu sem ógæfukonu var sýnt á sjónvarpsrás mbl.is. Fannst mörgum mjög ósmekklegt að hún væri að gera alvarlegt ástand bágstaddra að hlátursefni. Marta baðst í kjölfarið afsökunar á þessu athæfi í forsíðuviðtali við Fréttatímann seinna sama ár.

Ef spilarinn virkar ekki þá er hægt að horfa á myndbandið hér.

„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag“

Guðmundur Árnason, þá íbúi við Grettisgötu 62 í Reykjavík, varð landsþekktur árið 2014 þegar hann stökk út um glugga á íbúð sinni á annarri hæð þegar kviknaði í. Var það bæði dirfska Guðmundar sem vakti athygli, sem og viðtal við hann sem birtist á Vísi í kjölfarið.

„Ég vaknaði bara við eitthvað reykský og brothljóð. Ég vakti strákana, sagði að það væri kviknað í og ég stökk bara út um gluggann,“ sagði Guðmundur við fréttamann. Hann var einfaldlega staðráðinn í að lifa af brunann.

„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag, engan veginn.“

Heppinn að eiga enga vini

Þegar þessi gaur var spurður út í jólagjafir kom hann til dyranna eins og hann var klæddur:

„Ég er svo heppinn að eiga enga vini og enginn í fjölskyldunni þolir mig, þar af leiðandi fæ ég engar jólagjafir og slepp þess vegna við að gefa jólagjafir sjálfur.“

Smíðar líkkistur og dansar diskódans

Það þarf vart að fjölyrða um viðtalið við Kidda Vídjóflugu sem birtist í Dagsljósi á RÚV fyrir margt löngu. Kíkt var í heimsókn til Kidda, fylgst með honum að smíða líkkistur og upptökur af danshæfileikum sýndar með.

Falleg heimild um áhugaverða manneskju.

 

„Eigum við að ræða um leikinn eða um fortíðina?“

Það er eiginlega óþægilegt að horfa á viðtal við Willum Þór Þórsson sem tekið var árið 2010 fyrir fótbolta.net. Willum var þá þjálfari Keflavíkur og var liðið hans nýbúið að tapa fyrir KR. Willum er vægast sagt ekki í góðu skapi og tekur íþróttafréttamanninn gjörsamlega á taugum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frændinn komst að framhjáhaldinu og hjásvæfan er ólétt – „Borgin okkar er lítil“

Frændinn komst að framhjáhaldinu og hjásvæfan er ólétt – „Borgin okkar er lítil“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kynlífið er hræðilegt því kærasti minn er klámfíkill“

„Kynlífið er hræðilegt því kærasti minn er klámfíkill“