fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 23. júní 2020 11:39

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var í forsíðuviðtali DV um síðustu helgi. Þar ræddi hún meðal annars hvernig það er að vera ung kona í stjórnmálum sem og stór og krefjandi mál sem hún hefur unnið að í sínu ráðuneyti svo sem rafræna stjórnsýslu sem hún segir muni spara tugi milljóna og auðvelda líf fólks. Áslaug ræddi einnig útlendingamál og landamærabílinn umdeilda.

Áslaug Arna segist almennt upplifa það jákvætt að vera ung kona í stjórnmálum og að það sé meðbyr með henni frekar en hitt. „Mér leyfist að vera óþolinmóðari og ýta á eftir verkefnum sem hafa ekki hreyfst lengi. Almennt fæ ég mjög gott viðmót og ég get hrist upp í hlutunum.“

Hún segist helst finna kynbundinn mun þegar spurningar um útlit og hjúskaparstöðu hennar komi upp. Hún viðurkennir að hún sé reglulega spurð um ástalíf sitt. „Það er ekki mitt að hafa áhyggjur af því hvað fólki finnst um mitt hjúskaparlíf.“

Hvernig er það fyrir hana sem einhleypa konu að eiga einkalíf? Dómsmálaráðherra hendir sér ekkert á Tinder, er það? „Nei.“

Áslaug segir að þetta sé ekkert vandamál. „Ég sóttist sjálf eftir því að vera í þeirri stöðu sem ég er í dag, svo ég mikla það ekki fyrir mér að finna leiðir til að sinna mínu einkalífi.“ Áslaug sér fyrir sér að eignast börn í framtíðinni og fer ekki í felur með það að athyglin getur ekki verið alls staðar í einu. „Í öllum stórum verkefnum þarf að gefa eitthvað annað eftir. Það er þó auðvitað vel hægt að eiga fjölskyldu, ala upp börn og vera ráðherra. En ég verð ekki endalaust hér. Maður veit aldrei hvernig lífið þróast. Ég hef einsett mér að sinna vel því sem ég er í hverju sinni. Ég hef lært það að lífið getur tekið marga, óvænta snúninga og því er mikilvægt að njóta þeirra verkefna sem maður sinnir hverju sinni.“

Blaðið má sjá í heild sinni hér.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið