fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fókus

Hefði átt að læra smíðar í stað MBA

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 21:30

Jón Axel ver miklum tíma á verkstæðinu þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Axel Ólafsson, útvarpsmaður á K100, er snilldarsmiður í leynum. Dútl í skúrnum er nú orðið að söluvöru, en hann handsmíðar gullfalleg útihúsgögn sem rokseljast.

„Ég fór upphaflega að smíða vegna þessa að María konan mín bað mig um það. Hún var þreytt á plast- og einnota útsöluhúsgögnum og vildi eitthvað sem þyldi að vera úti allt árið og tæki ekki pláss í geymslunni. Við fórum af stað og hún kom með hugmyndir og búmm… úr varð að ég fór að smíða fyrir vini og kunningja,“ segir Jón Axel, sem er orkumikill að upplagi en segist þó alls ekki vera handlaginn.

„Ég er það bara alls ekki en þetta er gaman.“ Hann segir línuna sem upphaflega var borð og bekkur, vera að stækka. „Já, við erum með stóla núna og þrjár tegundir af borðum, þannig að línan er að vaxa.“

Útisettin samanstanda af tveimur bekkjum og einu borði. Settin eru unnin úr húsþurrkaðri, hvítri eða grænni furu og fest saman á yfir 80 stöðum. Jón gerir hvern einasta hlut í höndunum og það tekur hann tvær til þrjár vikur í framleiðslu. Aðspurður hvort svona gúmmelaði kosti ekki handlegg svarar hann: „Sama verð og í hitteðfyrra, en það er rétt að minna á að það fylgja 15 sólardagar með hverju útisetti, þannig að það er góður díll. Salan gekk vel í fyrra, enda var veðrið gott allt sumarið.“

Fyrir hug og hjarta

„Það kom mér á óvart hvað smíðavinnan er góð fyrir hug og hjarta. Þetta er skemmtilegt hobbí og munaður að geta bara farið á verkstæðið og stússast eitthvað. Ef ég hefði vitað það fyrr hefði ég átt að læra smíðar í stað MBA,“ segir Jón en hann hefur unnið hin ýmsu störf. Jón var um árabil eigandi Eddu, þar sem hann vann náið með Mikka mús og Guffa, hann hefur stýrt fjölda útvarpsþátta og unnið í markaðsmálum.

En hvað skyldi vera undarlegasta starfið sem hann hefur unnið? „Ég vann í barnafataverslun fyrir 30 árum. Það var spes og mjög stutt!“
Það er ekki hægt að kveðja Jón, sem er annálaður grillmeistari, án þess að spyrja hann út í hans helsta grillráð. „Gefa sér góðan tíma og nota alltaf kolagrill, það er að segja, grill sem taka viðarkol og þá sérstaklega Big Green Egg grillið. Það er ekkert betra.“

Handverk Jóns. Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Karl hefði orðið 45 ára í dag: „Ekkert verður aftur samt. Aldrei.“

Stefán Karl hefði orðið 45 ára í dag: „Ekkert verður aftur samt. Aldrei.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 1 viku

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“
Fókus
Fyrir 1 viku

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“