fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Gunnhildur lenti í klóm hakkara – Svona tryggir þú öryggi þitt á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 14:14

Systurnar Gunnhildur og Berglind Saga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Berglind Saga Bjarnadóttir hvetur fólk til að tryggja öryggi sitt betur á samfélagsmiðlum. Gunnhildur systir hennar varð fyrir því óláni að hakkari tók yfir aðganginn hennar og eyddi út öllum myndum. Berglind ræddi við hakkarann og reyndi að fá aðganginn aftur án árangurs.

Gunnhildur var bara venjulegur Instagram-notandi og var hakkarinn hvorki á eftir fylgjendum hennar né til að fjárkúga hana eins og fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir lenti í upphafi árs.

Komst allt í einu ekki inn á Instagram

„Við vorum í afmæli um kvöldið og þegar leið á kvöldið komst Gunnhildur allt í einu ekki inn á Instagram-aðganginn sinn. Það var eins og aðgangurinn væri ekki lengur til. Vinkonur hennar fóru að grennslast fyrir um málið og skoðuðu gömul skilaboð milli sín og systur minnar. Þær fundu aðganginn en það var búið að breyta um nafn og mynd og eyða öllum gömlu myndunum hennar,“ segir Berglind.

„Þetta var bara einhver útlendingur sem hafði enga persónulega ástæðu fyrir þessu. Gunnhildur virðist hafa verið valin af handahófi.“

Berglind segist reikna með að aðgangur systur hennar hafi verið hakkaður svo hægt væri að nota hann sem svokallað „tölvuyrki“ (e. bot).

Það er hægt að kaupa sér fylgjendur og „like“ með krókaleiðum á Instagram og til þess þarf að nota „gervi-reikninga“ (e. fake accounts). Instagram reynir að eyða slíkum reikningum jafnóðum en hakkarar virðast hafa fundið leið framhjá því.

„Ég held að þeir séu að finna aðganga sem hafa verið til lengi svo að algóritminn sé ekki að fara að loka á þá, held að þeir séu síðan notaðir í einhvers konar „yrkjavinnu“ (e. bot work),“ segir Berglind og bætir við að eftir að myndum systur hennar var eytt var deilt alls konar myndum sem höfðu engan tilgang.

Skjáskot af samskiptum Berglindar og hakkarans.

Talaði við hakkarann

Berglind Saga sendi skilaboð á hakkarann. Hún sagðist ætla að láta hann „borga fyrir þetta.“ Hakkarinn svaraði Berglindi og sagðist ætla að láta hana fá aðganginn aftur ef hakkarinn myndi fá fjögurra stafa notendanafn. Síðan blokkaði hakkarinn Berglindi og systurnar hafa ekkert heyrt aftur.

Hakkarinn hefur breytt aftur um notendanafn þar sem vinkonur Gunnhildar voru duglegar að hvetja fólk til að tilkynna aðganginn.

Gunnhildur hefur reynt að hafa samband við Instagram í von um að fá aðganginn sinn aftur og myndirnar. Enda margar dýrmætar minningar, myndir og skilaboð sem týndust í kjölfarið.

„Það er fullt af fólki búið að tilkynna aðganginn en það gerist ekkert. Og það virðist ganga hægt að fá svör frá Instagram varðandi málið. Það eru mjög takmarkaðar upplýsingar um þessi mál á netinu. Það er hvergi hægt að tilkynna þetta atvik, bara hægt að tilkynna „spam“, sem við gerðum í þessu tilfelli,“ segir Berglind Saga.

Verndaðu aðganginn

„Ég myndi mæla með að allir myndu virkja „Two-factor authentication“ á Instagram,“ segir Berglind.

Two-factor authentication virkar þannig að í hvert skipti sem þú loggar þig inn á Instagram þá færðu SMS með öryggiskóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“