fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

„Það er eiginlega búið að segja við mig að ég geti ekki átt börn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 09:09

Svala Björgvins. Mynd: Jóhanna Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvinsdóttir söngkona prýðir forsíðu Mannlífs í dag. Hún opnar sig um skilnaðinn og sambandið við Gauta sem er átján árum yngri en hún. Svala segir frá því að Gauti varð ungur faðir og á sex ára son. Hún nýtur þess að fá að vera stjúpmamma hans og greinir frá því að hún á sjálf erfitt með að eignast börn.

„Ég hef ekki mikið talað um það, en ég á mjög erfitt með að eignast börn. Og það er eiginlega búið að segja við mig að ég geti ekki átt börn, ég var aðeins 26 ára þegar ég fékk þær fréttir. Mig langaði alltaf í börn og reyndi í mörg ár, en það gerðist ekki. Maður fær ekki allt sem mann dreymir um í lífinu en þá er mikilvægt að gera það allra besta úr því sem maður hefur,“ segir Svala í samtali við Mannlíf.

Í viðtalinu segir Svala frá því að það hafi alls ekki verið á dagskrá að verða ástfangin þegar hún kynntist Gauta. Þau byrjuðu að tala saman í gegnum samfélagsmiðla.

„Svo komst ég að því hvað hann er gamall og ég hugsaði bara: Þetta verður aldrei neitt, þú ert allt of ungur fyrir mig! Ég hélt að hann væri eldri,“ segir Svala og bætir við að Gauti sé mjög þroskuð og gömul sál.

En svo hittust þau og urðu ástfangin á núll einni að sögn Svölu.

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“