fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Segir að fólk hafa séð sínar verstu hliðar – „Ég er náttúrulega bara stöppugeðveikur“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 21:00

Einar Ágúst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stunda mjög faglegt sýstematískt niðurbrot á sjálfum mér, það má eignlega segja það.“

Þetta segir Einar Ágúst Víðisson, tónlistarmaður og söngvari Skítamórals í þættinum Mannamál sem sýndur er á Hringbraut.

Einar segist vera kominn til baka úr dimmum dal neyslu og glæpa. Hann segist alltaf hafa efast um sjálfan sig og trúa því varla að 20 árum eftir helstu smelli sveitarinnar vilji fólk ennþá koma á tónleika.

Í viðtalinu segir Einar frá því þegar hann ákvað að segja sig úr lögum við samfélagið og drekka og dópa til dauða.

„Ég hef einhvern veginn kannski ekki náð að búa til nógu sterka sjálfsmynd, ég veit ekki hvað það er. Svo er ég náttúrulega bara stöppugeðveikur skilurðu. Ekki illilega meint. En jú jú, fólk hefur alveg séð slæmu hliðarnar mínar, ég fékk ekki bara að njóta árangurs og uppskera eftir mikið erfiði í tónlistarbransanum og að komast áfram, fólk fékk líka að sjá mínar verstu hliðar. 

Barsmíðar björguðu lífi hans

Hann segir að lífið hafi ekki verið fallegt á tímabili og lýsir því hvernig var að ranka við sér á lögreglustöð.

„Maður er í neyslu og ýmislegt. Svo einn daginn vaknaru á lögreglustöð með tárin í augunum og hugsar: Guð minn almáttugur það er bara allt búið. Þá veistu í raun og veru ekkert hvernig þetta er að fara að enda.“

Þá segir Einar að það hafi bjargað lífi sínu að hann hafi verið barinn til óbóta.

„Svo er ég laminn alveg ofboðslega illa. Semsagt laminn í hakkabuff vorið 2006. Það lækkaði rostann í mér og ég sneri við blaðinu og það í raun bjargaði lífi mínu.“

Segir flestar mögulegar greiningar eiga við um hann

Bróðir Einars er sálfræðingur sem á víst að telja bróður sinn falla undir flestar mögulegar greiningar.

„Ég spurði Sverri hvað væri svona megin parturinn af því sem væri að hjá mér og hann horfði svona á mig og sagði: þú ert með svona dass af öllu.“

Einar fjallar einnig um bakland sitt í þættinum, sem hann er mjög þakklátur fyrir.

„Mín stærsta blessun í lífinu er sú að ég hef verið umkringdur fólki sem hefur alltaf haft miklu miklu meiri trú á mér en ég sjálfur.“

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið