fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bestu kaffibollarnir í miðbænum að mati Auðar

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 06:30

Gott kaffi getur reddað deginum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Albertsdóttir, almannatengill hjá Aton JL, elskar kaffi. Vinnustaðurinn hennar er í Tryggvagötu og hefur Auður því þrætt miðborgina í leit að besta bollanum. Þessir 5 staðir eru á toppnum að hennar mati en hún pantar sér alltaf tvöfaldan latte.

1 Reykjavík Roasters
Ég geri mér reglulega ferð í Brautarholtið fyrir kaffið þarna því það er svo ótrúlega gott. To go glösin þar eru líka minni en hjá öðrum sem gerir þetta einhvern veginn sérstakara. Ekki spyrja mig hvernig, less is more og allt það.

2 Joe and the juice
Það kemur kannski einhverjum á óvart en kaffið á Joe and the juice er virkilega bragðgott. Ljúfur bolli sem yljar og á einstaklega góðu verði á morgnana. Ekki verra að taka með eitt túrmerikskot í leiðinni.

3 Te og kaffi
Þarna er gott að vera á grimmum morgnum. Kaffið er gott og margt í boði til þess að grípa með sér ef maður er svangur. Starfsfólkið er líka það ljúfasta á höfuðborgarsvæðinu, reynið að benda mér á fúlan starfsmann Te og kaffi, sver það, hann er ekki til.

4 Ida Zimsen
Uppgötvaði þennan stað nýlega og get svo sannarlega mælt með! Gott kaffi og notaleg stemning, stutt frá vinnunni minni og eintóm gleði.

5 Kaffitár
Kaffitárkaffið hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt og stendur alltaf fyrir sínu. Að grípa einn kaffibolla þar til að taka með í íslenskri rigningu og bæta jafnvel við súkkulaðibitaköku gerir alla daga góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi