fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Fókus

Edda Björgvins um það jákvæða sem ástandið færði henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 10:00

Edda Björgvinsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir, leikkona með meiru, er í einlægu forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Fyrir tveimur og hálfum mánuði skráði Edda sig sem bakhjarl í sjálfboðaliðateymi hjá dvalarheimilinu Lundur á Hellu. Þar dvelur 97 ára gamall faðir hennar og dóttir hennar, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, er hjúkrunarforstjóri.

Sjá einnig: Edda Björgvins í sjálfboðavinnu á Hellu – „Hér er mér tekið af kærleika en tæplega treyst“

Áður en Edda tók við verkefninu fór hún í tíu daga einangrun til að bera ekkert inn í þennan viðkvæma hóp. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að þó hún geti ekki búið um sár þá getur hún þó hitað kaffi og gert hitt og þetta til að hjálpa til.

Í byrjun apríl sagðist Edda sjá eftir því að hafa ekki menntað sig í heilbrigðisgeiranum þar sem starfsmenn þar séu hetjur samtímans.

„Ég vildi óska þess að ég hefði menntun og reynslu þeirra sem eru óumdeildar hetjur og bjargvættir mannkynsins í dag. Ég er hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur en grobba mig töluvert af því að hafa fengið 10 í einkunn í umbúnaði þegar ég vann á sjúkrahúsi sem ung kona hér í denn„ sagði hún.

Gjafir ástandsins

Edda segist hafa komið í henglum í sveitina eftir mikið vinnuálag en undanfarna mánuði hefur henni tekist að hlaða batteríin á ný. Hún veltir fyrir sér því jákvæða sem ástandið hefur fært henni.

„Hvað gaf þetta ástand okkur? Við vitum alveg hvað það tók, en það gaf líka margt. Það er til að mynda ómetanlegt að ég hafi fengið tíma með þessum hluta fjölskyldunnar sem býr í sveitinni. Tíma með pabba mínum. Og algjöra innri ró. Það er allt önnur orka í kringum mig, segja allir sem hitta mig,“ segir Edda og segist jafnframt vera spennt fyrir komandi tímum.

„Ég finn að kvíðahnúturinn er horfinn og kökkurinn í hálsinum er farinn. Það er gaman að fá að fara að gera smá í leiklistinni en fá líka að vera aðeins áfram í sveitinni.“

Þú getur lesið viðtalið við Eddu Björgvinsdóttur í heild sinni í helgarblaði Fréttablaðsins og á frettabladid.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu
Fókus
Fyrir 1 viku

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu
Fókus
Fyrir 1 viku

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“