fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fókus

Ellen tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. maí 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen Bára Valgerðardóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Sigurbjörnsson, fjárfestu í litlum bústað sumarið 2018. Þau tóku hann í gegn og stækkuðu örlítið, settu í hann sturtu og keyptu ný rúm, svo fátt eitt sé nefnt.

Yfirhalningin tók í heildina 39 daga án aðstoðar frá öðrum. „Vinnukostnaður var enginn þar sem við unnum þetta allt sjálf, en við fjárfestum í málningarsprautu sem sparaði okkur alveg gríðarlegan tíma og mikla vinnu,“ segir Ellen Bára.

Sumarbústaðurinn fyrir.
Sumarbústaðurinn eftir.

„Það þarf að grunna svona panil að minnsta kosti tvær til þrjár umferðir og svo að mála yfir með málningu tvær umferðir. Við hefðum sparað okkur enn meiri tíma ef bústaðurinn hefði verið tómur, það er að segja engin húsgögn, því þá hefðum við sparað okkur það að forfæra hlutina og vinna bara í einum hluta í einu. Hefði viljað geta plastað gólf og glugga og svo bara sprautað allt á einu bretti.“

Svefnherbergi fyrir.
Svefnherbergi eftir.

Hjónin keyptu ný rúm í öll herbergin í bústaðnum.

„Góður nætursvefn og hvíld skiptir öllu máli. Svo eru það litlu hlutirnir sem að setja alltaf punktinn yfir i-ið. Við héldum eftir sumu frá fyrri eigendum, keyptum mikið af notuðum hlutum á nytjamörkuðum í bland við íslenska hönnun frá Puhadesign og Sker.is. Okkur finnst fallegast að blanda saman gömlu og nýju.“

Sjáðu fleiri myndir hér að neðan

Eldhúsið fyrir.
Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.
Sumarbústaðurinn fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“