fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Katla segir lífið vera auðveldara eftir að hafa misst 70 kíló

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. maí 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Snorradóttir fór í magaermi í október 2018 og hefur misst 70 kíló síðan þá. Hún segir að það eina sem hún sér eftir er að hafa ekki farið fyrr. Mesta breytingin sem hefur átt sér stað er ekki líkamleg, heldur tengd hugarfari og lífsstíl. Í dag getur Katla auðveldlega framkvæmt einfalda hluti eins og að klæða sig í sokka eða reima skó. En aðgerðin hefur einnig sýnt henni falda fitufordóma í samfélaginu. Skyndilega fór fólk, sem hafði aldrei áður virt hana viðlits, að vera vingjarnlegt við hana.

Katla segist mæla eindregið með aðgerðinni en leggur mikla áherslu á að fólk þarf að hafa hausinn í lagi. „Þetta er ekki auðvelt en þetta er þess virði,“ segir hún.

„Árið 2017 lenti ég í áfalli og missti besta vin minn. Eftir það byrjaði ég að borða og borða, í flótta frá tilfinningum mínum. Ég var komin með of háan blóðþrýsting og var á lyfjum við því. Þetta var orðið rosalegt vesen,“ segir Katla.

Hún lærði um magaermi og mánuði seinna fór hún í aðgerð hjá Aðalsteini Arnarsyni á Klíníkinni. „Ég ákvað að leyfa hvatvísinni að ráða. Þetta var farið að liggja rosalega illa á sálinni, allt saman.“

Sér eftir að hafa ekki farið fyrr

Katla segir að það eina sem hún sér eftir er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Tveimur vikum eftir aðgerð var hún hætt á háþrýstilyfjum. „Ég hef verið þung allt mitt líf og sveiflast upp og niður í þyngd. Ég hafði ekki farið undir hundrað kíló síðan ég var táningur,“ segir Katla.

„Ég átti alltaf mjög erfitt með að léttast og eftir hvern megrunarkúrinn bætti ég á mig allri þyngdinni sem ég hafði misst, og meira með því. Læknirinn sagði við mig að fyrir suma þá er bara ótrúlega erfitt að léttast. Sumir eru bara með verri gen þegar kemur að þessu. Í minni fjölskyldu er algengt að vera í ofþyngd,“ segir Katla.

Kata segir að í dag sé lífið fyrst og fremst auðveldara. „Allt lífið er einfaldara og auðveldara. Það eru litlu hlutirnir, eins og að klæða sig í sokka og lakka táneglurnar. Það er svo margt sem breytist. Þolið mitt er betra, ég er ekki lengur með slæm hné, ég passa í öll sæti og get verslað föt í venjulegum búðum,“ segir Katla.

Hún hefur misst 70 kíló í heildina.

Faldir fitufordómar

Eftir að Katla grenntist fór hún að taka eftir því að fólk fór að koma öðruvísi fram við hana. Faldir fitufordómar leynast víða í samfélaginu og þykir Kötlu leiðinlegt að hennar virði sé dæmt út frá þyngd hennar.

„Viðhorf fólks til mín hefur breyst alveg svakalega. Það er leiðinlegt, en maður sér hvaða fólk er með fordóma fyrir feitu fólki og hvaða fólk er ekki með fordóma. Fólk sem hefur verið vingjarnlegt við mig, bæði fyrir aðgerð og eftir, er ekki með fitufordóma. En þegar fólk sem hafði aldrei verið vingjarnlegt við mig áður og varla talað við mig, fór skyndilega að vera rosa vingjarnlegt, þá varð ég allt í einu vör við þessa földu fitufordóma,“ segir Katla.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli segir Katla.

„Mér finnst ótrúlega leiðinlegt hvað fólk dæmir eftir útliti og er yfirborðskennt. Þetta sló mig aðeins út af laginu. Ég vil að fólk elski mig eins og ég er, ekki vegna þess að ég er orðin grönn. Það er auðvitað gaman að versla sér föt og hitta fólk í búðum sem er vingjarnlegt við mann, en maður hugsar samt: „Hefði hún verið vingjarnleg við mig ef ég væri rosalega feit?“ Ég pæli alveg í þessu,“ segir Katla.

Katla er dugleg að hreyfa sig og fylgir heilbrigðu mataræði.

Þarft að hafa hausinn í lagi

Katla segir að það sé stór ákvörðun að fara í magaermi. „Þú ert að binda þig. Þú þarft að taka hausinn með þér. Þú þarft að breyta um lífsstíl og hugarfar. Þetta er pakki og þetta er ekki eins auðvelt og fólk heldur. Þetta getur verið erfitt, sérstaklega fyrir matarfíkla eins og mig,“ segir Katla og bætir við að þetta sé samt besta ákvörðun sem hún hefur tekið.

Að sögn Kötlu er nauðsynlegt að taka til í hausnum og breyta hugarfarinu. „Þetta er ferðalag sem maður fer í eftir aðgerð og það er hægt að finna alls konar leiðir til þess að fá hjálp við það,“ segir Katla og nefnir dæmi um að hugarfar hennar gagnvart útiveru hefur breyst. „Ég hef alltaf verið náttúrubarn en þoldi ekki útiveru þegar ég var með allt utan á mér og átti erfitt með hreyfingu. Núna fæ ég að njóta á allt annan hátt. Ég fékk andlega vakningu á lífinu við þessar breytingar á sjálfri mér.“

Þú getur fylgst með Kötlu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn féll fyrir Ólafsvík

Hjálmar Örn féll fyrir Ólafsvík
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 1 viku

Króli er Tóti tannálfur

Króli er Tóti tannálfur
Fókus
Fyrir 1 viku

Nútíma hönnun mætir fornnorrænum menningararfi á HönnunarMars 2020

Nútíma hönnun mætir fornnorrænum menningararfi á HönnunarMars 2020