fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fókus

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og detox-drottningin, Jónína Benediktsdóttir, fór í Krýsuvík í meðferð í janúar. Hún greinir frá þessu í einlægri færslu á Facebook í dag þar sem hún lýsti einlægu þakklæti sínu á aðstoð Krýsuvíkur og þeim bata sem hún náði með liðsinni þeirra.

Viðurkenna að maður þurfi hjálp

Heiðarleikinn er lykillinn að heilsu-að viðurkenna að maður þurfi hjálp. Í kulnun, alkóhólisma, kvíða, áfallaröskunum, í ofbeldisfullum samböndum, hjónabandi eða í uppeldi er erfiðast að fella grímuna og segja ég vil ekki halda áfram að lifa í þessu helvíti,“ svo hefst færsla Jónínu þar sem hún greinir á einlægan hátt frá reynslu sinni af meðferð í Krýsuvík þar sem hún kveðst loksins hafa horfst í augu við öll áföllin sem á henni hafa dunið í gegnum árin.

Jónína segir að sonur góðrar vinkonu hennar hafi verið langt leiddur í neyslu og höfðu flestir gefist upp á honum. En eftir að hann fékk hjálp hjá Krýsuvík hafi hann alfarið snúið við blaðinu og sé í dag sómadrengur, faðir og launþegi.

Óuppgerð fortíð

Frá árinu 2000 segist Jónína ekki hafa tekist á við áföllin sem hún hafi lent í, heldur aðeins gengið áfram á hörkunni en það hafi leitt til þess að hún þróaði með sér drykkjusýki, kvíða, svefnlyfjafíkn, síþreytu og kulnun.

„Áföllin voru afgreidd í rólegheitum, skref fyrir skref, aðkoma mína að Baugsmálinu og fjölmiðlamenn sem unnu á bak við tjöldin og tættu æru mína dag eftir dag í sig í eigin fjölmiðlum manna sem ég opinberaði að væru glæpamenn í jakkafötum, að vísu kókaeinfíklar margir hverjir og svo seinni tíma skelfingin og enn verri kirkjupólitíkin í Krossinum, andlegt ofbeldi sem þar ríkti og ríkir enn.“

Siðlaus tilfinningalaus og án samkenndar

Jónína rekur enn fremur það erfiða mál þegar hún var til rannsóknar sérstaks saksóknara.

„Að þykjast vera góður en vera í raun mjög vondur-siðlaus, tilfinningalaus án samkenndar er algengari í kirkjum en ég hefði trúað. Að þurfa að sitja undir rannsókn Sérstaks Saksóknara í tvö ár vegna þess að dóttir mannsins þín kærir þig/hann er lamandi en þá þurfti ég að vera sterk sem ég var ekki alltaf-og þó. Ég glímdi við hatur og heift sem og rosalega reiði út í konuna. Gunnar var stunginn í bakið af dóttur sinni og ég reyndi að hjálpa honum út úr þeirri gröf en það gekk ekki. Gröfin er enn tóm og engin upprisa svo mikið er víst bara nýir djöflar nú þegar ég er farin. Sorglegt.“

Full af þakklæti

Jónína ber mikið þakklæti í brjósti til Krýsuvíkur og þeirra sem þar starfa og telur að allir sem hafi misst tökin í lífinu ætti að vera hjálpað inn á Krýsuvík. Þar sé kærleikurinn.

„Nú heldur lífið áfram og þetta stutta uppgjör mitt af langri sögu er um leið ósk mín og þakklæti fyrir Krýsuvík og allra þeirra sem ég kynntist þar-þvílíkir gullmolar edrú, fólk sem eins og ég breytist í fávita undir áhrifum.“ […] Það er gott að lifa frjáls undan að bera skömm annarra og hvað þá að afgreiða eigin skömm-frelsið er vinna“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Karl hefði orðið 45 ára í dag: „Ekkert verður aftur samt. Aldrei.“

Stefán Karl hefði orðið 45 ára í dag: „Ekkert verður aftur samt. Aldrei.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 1 viku

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“
Fókus
Fyrir 1 viku

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“