fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fókus

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 13:45

Júlíu Margréti Einarsdóttur þótti afar vænt um Stúa sinn Mynd/úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá er hann farinn elsku gullið mitt,” skrifar Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur í fallegum minningarorðum um köttinn Jón Stúart sem hún birtir á Facebook. Hún er mjög virk á helstu Facebookhópnum og var að fyrir helbera tilviljun að hún sá mynd af kettinum sínum dauðum á Kattavaktinni og er afar þakklát manneskjunni sem fann hann og setti myndina inn, en Jón Stúart hafði þá verið úti í nokkra klukkutíma og fjölskyldunni grunaði ekki að neitt gæti amað að.

Jón Stúart, alltaf kallaður Stúi, var tíu ára þegar hann drapst.
Mynd/úr einkasafni

Tíu ár eru síðan flækingslæða flutti inn til bestu vinkonu Júlíu Margrétar, Júlíu Aradóttur, og eignaðist hrúgu af kettlingum. „Þegar ég kom heim til Júlíu fyrir tíu árum að skoða kettlingana hennar vissi ég strax að þessi með hvítu eyrun og bleika nefið væri minn. Fyrstu nóttina svaf hann malandi í fanginu á mér undir sænginni minni, svo sætur og fullur af ást með bumbuna í loftið, og ég lofaði mér og honum að hann yrði alltaf passaður,” skrifar hún.

Júlía Margrét segir Stúa hafa verið skemmtilegan, fyndinn, frekan og góðhjartaðan. Mynd/úr einkasafni.

„Ég hugsaði svo oft um það seinna, líka eftir að hann flutti heim til mömmu og pabba í dekrið þangað, hvað ég væri fegin að hafa fundið akkúrat þennan með hvítu eyrun og bleika nefið,” segir Júlía Margrét en foreldrar hennar sem sáu um Stúa síðustu árin eru Einar Kárason rithöfundur og Hildur Baldursdóttir bókasafnsfræðingur.  „Hann var svo skemmtilegur, fyndinn, frekur og góðhjartaður og svaf alltaf hjá mér þegar við gistum saman. Vakti mig nokkrum sinnum hverja nótt til að pota framan í mig, fá klapp og horfa í augun á mér malandi og blikka. Það er ekki hægt að vakna við neitt betra,” segir Júlía Margrét.

Stúi og Júlía Margrét á góðri stundu. Mynd/úr einkasafni.

Hún var að læra heimspeki við Háskóla Íslands þegar Stúi kom á heimilið. „Ég var svo impóneruð eftir að hafa lesið John Stuart Mill í skólanum að ég nefndi kisa í höfuðið á honum. Jón Stúart var reyndar ekki mikill spekingur, en yndislega góðhjartaður kjáni sem hafði mun meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum. Þessvegna var hann venjulega kallaður Stúi.

Páskaungana gat hann elt um íbúðina allan daginn, eins og hundur sótti hann ungann þangað sem maður kastaði honum og svo kom hann hlaupandi með hann til að fá mann til að kasta aftur. Þangað til þeir urðu mjög krambúleraðir lék hann með þá, og svaf svo með ungann sinn hjá sér eða geymdi í matardallinum sínum.”

Stuttu eftir dauða Stúa barst Júlíu síðan óvænt gjöf inn um póstlúguna. „Ég heyrði einhvern dynk þar sem ég lá í rúminu í algjöru rusli eftir að hafa kvatt Stúa í hinsta sinn á dýraspítalanum í morgun. Þá var það þessi gjöf frá systurdætrum mínum og Kamillu systur sem hafði ratað inn um lúguna: Frelsið eftir John Stuart Mill, vegan súkkulaði og páskaungi.”

Gjöfin frá gjöf frá systurdætrum Júlíu Margrétar og Kamillu systur hennar.
Mynd/úr einkasafni

Þá mælir Júlía Margrét sérstaklega með Dýraspítalanum í Garðabæ sem hún segir yndislegan stað.  „Starfsfólkið þar hefur huggað mig og hughreyst núna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og þau sýna manni alltaf svo mikla elsku. Þau sinna bæði óumbeðinni sáluhjálp fyrir örvæntingafulla eigendur og dýrinu takmarkalausa virðingu” þegar hún kom þangað að sækja jarðneskar leifar Jóns Stúarts hafi hún síðan fengið hlýjar samúðarkveðjur og með öskunni hans lítið umslag sem innihélt loppuförin hans.  „Hjartað í mér bara sprakk úr þakklæti enda Stúi með sérlega sætar tásur,” segir hún.

Loppuförin hans Stúa. Mynd/úr einkasafni

Minningarorð Júlíu Margrétar um Stúa sinn enda á hjartnæmum nótum:

„Ég vona að í kattahimnaríki sé fullt af SÁÁ álfum og páskaeggjaungum fyrir hann til að elta, reyna að drepa og kúra með. Ég vona að hann hafi alltaf vitað, þó hann hafi farið svona, að ég hætti aldrei að passa hann.

Þegar ég hlusta á lagið Sea of love með Cat Power hef ég alltaf hugsað um Jón Stúart og mun alltaf gera.

Do you remember when we met?

That’s the day I knew you were my pet

I wanna tell you

How much

I love you.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Neyðaróp um kvöld

Sakamál: Neyðaróp um kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Vertu í fríi í fríinu – Leiðir til að kúpla sig út

Vertu í fríi í fríinu – Leiðir til að kúpla sig út